is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27348

Titill: 
  • Börn með krabbamein og aðstandendur þeirra: mikilvægi stuðnings og aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvort stuðningur við börn, sem greinst hafa með krabbamein, og aðstandendur þeirra sé mikilvægur og einnig hvert hlutverk félagsráðgjafa geti verið í þeim aðstæðum. Niðurstöður rannsókna sýna að foreldrar barna, sem greinst hafa með krabbamein, upplifa mikið áfall við greiningu og andlegt niðurlot og telja margir foreldrar sig skorta stuðning í gegnum allt ferlið frá því að barn þeirra greinist með krabbamein. Því renna þessar rannsóknir stoðum undir það að stuðningur er fjölskyldum mikilvægur en misjafnt er hvers konar stuðningi einstaklingar sækjast eftir. Starf félagsráðgjafa til að aðstoða fjölskyldur á þessum tímum getur falist í að skipuleggja ákveðið stuðningsúrræði til handa öllum fjölskyldum í þessum aðstæðum. Þannig væru þær í stöðugum samskiptum við fagaðila sem geta veitt fólki viðeigandi aðstoð ef þess þarf. Rannsóknir hjálpa til við að sjá hverjir áhættuþættirnir geta verið og geta félagsráðgjafar stuðst við þá til að móta úrræðið. Á ári hverju upplifa um tíu fjölskyldur sömu aðstæður, að barn eða systkini greinist með krabbamein, og því er nauðsynlegt að aðlaga heilbrigðiskerfið að því að hjálpa fólki að komast á sem heilbrigðastan hátt í gegnum þessar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind - Börn með krabbamein og aðstandendur.pdf468.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing1.pdf455.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF