Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27350
Ritgerð þessi fjallar um lögregluna á Íslandi, hvaða þættir hafa áhrif á líðan lögreglumanna og hvaða þjónusta þeim stendur til boða. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á líðan lögreglumanna og er lögreglustarfið í eðli sínu mjög streituvaldandi. Starf lögreglumanna getur verið mjög hættulegt og getur álagið sem fylgir starfinu haft margvíslegar afleiðingar í för með sér bæði andlega og líkamlega. Álag, streita, áföll, geðræn vandkvæði og áfengisneysla eru dæmi um þá þætti er hafa áhrif á líðan lögreglumanna. Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að sú þjónusta sem stendur lögreglumönnum til boða á Íslandi er félagsstuðningskerfi jafningja og sálfræðilegur stuðningur. Starfsaðferðir félagsráðgjafa eru vel til þess fallnar til þess að veita lögreglumönnum sálræna þjónustu og er handleiðsla ein af þeim aðferðum sem nýta má til þess að koma í veg fyrir og draga úr streitu í starfi. Mikilvægt er að stuðla að bættri líðan lögreglumanna þar sem þeir sinna flóknu og erfiðu starfi í þágu almennings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba-ritgerð .pdf | 649.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Líðan lögreglumanna - Opnun á skemmunni.pdf | 46.61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |