is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27356

Titill: 
  • Svipur hins upprunalega: Waka-ljóð Dogens í togstreitu japanskrar hefðar og síðnútíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við afhendingu nóbelsverðlaunanna árið 1968 flutti japanski rithöfundurinn Yasunari Kawabata (1899-1972) ræðu undir yfirskriftinni „Japan, hið fagra og ég“. Ræðan hefst og endar á tilvitnun í ljóð eftir zen munkinn Eihei Dôgen (1200-1253), sem ber heitið Svipur hins upprunalega. Á einum stað segir Kawabata ljóðið „miðla innsta kjarna Japans“. Aldarfjórðungi síðar heldur annar japanskur nóbelsverðlaunahafi, Kenzaburo Ôe (1935-), erindi í New York undir yfirsrkriftinni „Japan, hið vafasama og ég“, þar sem hann gagnrýnir Kawabata fyrir að nota torskiljanleika sama ljóðs í sjálfhverfum tilgangi. Í ritgerðinni er ljóðið skoðað, með hliðsjón af því annars vegar hvort það falli að þeim skilaboðum sem Kawabata gefur með ræðu sinni, eins hinu, hvort ljóðið er torskiljanlegt líkt og Ôe heldur fram. Til að varpa ljósi á merkingu ljóðsins er sjónum beint að yfirskrift þess, Svip hins upprunalega, þekktu orðatiltæki úr kínverskum chan búddisma, sem vísar í hugtakið búdda-eiginleika (busshô) og/eða afbrigði þess upprunalega vakningu (hongaku). Rakin er saga hugtakanna, vægi þeirra og mótun í austur-asískri hugsun, allt frá uppruna þeirra á Indlandi um 100. f.kr, gegn um kínverskan chan búddisma, þangað til það berst til Japans í sinni afdrifaríkustu mynd. Þá verður ljóðið skoðað í ljósi ævi og verka Dôgens, sem og menningarlegu andrúmslofti Japans við upphaf Kamakura-tímans (1185-1333). Í því skyni verður notast við nýlegar rannsókir fremstu sérfræðinga á sviði sögu, bókmennta, og trúar-/ heimspekilegra hefða chan og zen búddisma í Kína og Japan miðalda. Ljóðið sjálft er tekið fyrir í víðara samhengi waka hefðarinnar, sem og í ljósi þeirra sértæku aðferða sem beitt er við tilurð þess; til dæmis að telja upp fjórar árstíðir í sama ljóði, og skírskotun lýsingarorðsins suzushi („svalt“). Við nánari eftirgrennslan kemur á daginn að ljóðið er merkingarbært, en á jafnframt lítið skylt við þá þjóðhverfu og lokuðu hefðarhyggju sem gerir vart við sig í nóbelsræðu Kawabata.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnisins - Árni Björn Árnason - BA Ritgerð.jpg55.57 kBLokaðurYfirlýsingJPG
BA+ritgerð+í+Japönsku+-+Svipur+hins+upprunalega+-+Árni+Björn+Árnason+-+10+maí+2017+zþ.pdf484.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna