is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27357

Titill: 
  • Réttlæting neyslustýringar út frá kenningu John Stuart Mill um frelsið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um neyslustýringu út frá kenningu John Stuart Mill um frelsið. Fjallað er um frelsi einstaklingssins í fyrsta hlutanum, nánar tiltekið frelsishugmynd John Stuart Mill. Næst var fjallað um verslunarfrelsi, sem er að nokkru leiti frábrugðið einstaklingsfrelsi og fjallað um hvað neyslustýring felur í sér. Loks eru þrjú form neyslustýringar á Íslandi skoðuð og réttmæti þeirra metið út frá frelsishugmynd Mill. Fyrst sykurskattinn sem var skattur lagður á sykraðar vörur með það markmið að draga úr neyslu þeirra, næst áfengislöggjöfina sem kveður á um skatta og gjöld á áfengi en einnig heft aðgengi með það að markmiði að vinna gegn misnotkun áfengis og að lokum ávana- og fíkniefnalöggjöfina sem kveður á um algjört lagalegt bann við ákveðnum efnum.
    Niðurstöður eru í stuttu máli að almenn neyslustýring með þeim rökum að vernda gerandann fyrir sjálfum sér stangast á við frelsishugmynd Mill og grundvallar frelsisreglu hans. Hinsvegar er málið ekki alltaf svo einfalt og neyslustýringu er oft beitt til þess að draga úr þeim neikvæðum áhrifum sem neysla vöru hefur á aðra en þá sem neyta vörunnar beint. Slík rök eru í samræmi við frelsisreglu Mill.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnór Sveinn - Ba ritgerð Heimspeki.pdf317,72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Arnór Sveinn - rafræn yfirlýsing.jpg408,42 kBLokaðurYfirlýsingJPG