Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27358
Fyrirtækjamenning er kjarni í starfsemi árangursríkra fyrirtækja og skiptir það miklu máli að um sterka fyrirtækjamenningu sé að ræða til að hún skili sér í betri líðan starfsmanna. Fyrirtækjamenning er hugtak og hafa margir komið með mismunandi túlkun á hugtakinu í gegnum tíðina. Flestir eru þó sammála því að góð fyrirtækjamenning skili sér í betri árangri fyrir fyrirtækið og ríkari starfsánægju. Hugtakið innri markaðssetning merkir að litið er á starfsmenn fyrirtækja sem innri viðskiptavini og má nýta innri markaðssetningu til að miðla þekkingu til starfsmanna og koma þannig til móts við væntingar og óskir þeirra, það getur svo skilað sér áfram til viðskiptavina. Ef innri markaðssetning er innleidd inn í starfsemi fyrirtækis er hægt að tengja það við fyrirtækjamenningu og þannig getur betri árangur náðst. Í þessari ritgerð er fyrirtækjamenning skoðuð út frá mismunandi túlkunum og verður skoðað út frá þeim túlkunum hvort fyrirtækjamenning 66°Norður sé sterk eða veik. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn 66°Norður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að fyrirtækjamenning innan fyrirtækisins er heilt yfir sterk en einhverjum þáttum er þó ábótavant.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Bs.ritgerð. Fyrirtækjamenning 66°Norður.pdf | 908 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
20170510_103034.jpg | 2,57 MB | Locked | Yfirlýsing | JPG |