is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27359

Titill: 
  • Tölvufíkn: Eru tengsl á milli tölvufíknar og félagsfælni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er tölvufíkn og áhrif hennar á félagsfælni. Rannsóknir á tölvufíkn hafa aukist síðustu ár en helstu rannsóknir hafa snúið að tölvuleikjanotkun en ekki netnotkun en netfíkn er eitthvað sem að hefur verið að aukast til muna. Nú til dags eru margir sem að eyða mörgum klukkutímum á dag í tölvum og er þá komið á það stig að tölvunotkunin sé að trufla önnur verkefni og hafa áhrif á líf einstaklingsins. Farið verður yfir einkenni kvíða og þá sérstaklega félagsfælni, fíkn skoðuð, hvað þarf til þess að flokkast sem fíkill og síðan nánar farið í tölvufíkn eða einkenni hennar og afleiðingar. Einnig verða rannsóknir sem hafa verið gerðar á tölvufíkn bæði hérlendis og annarstaðar skoðaðar og þá sérstaklega rannsóknir sem að snúa að því hvort að einstaklingar með tölvufíkn finni einnig fyrir félagsfælni. Markmið ritgerðarinnar er að skoða það hvort að tölvufíkn og félagsfælni tengist á einhvern hátt og hvort félagsfælnin sé orsök eða afleiðing af tölvufíkninni. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að tölvufíkn er vaxandi vandamál í heiminum í dag með aukinni tækni. Tölvufíkn virðist aldrei vera einhliða vandamál en þeir sem að þjást af henni eru oft með önnur einkenni líka eins og kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Mikilvægt er að finna viðeigandi úrræði fyrir einstaklinga sem að þjást af tölvufíkn með tilliti til þess að vandamálið getur verið margþætt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Rós Heiðarsdóttir-BA ritgerð.pdf832.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf303.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF