is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27360

Titill: 
  • Er raunveruleg skólaskylda á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um skólaskyldu barna. Gerð verður grein fyrir hver skólaskylda barna er á Íslandi samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Því verður velt upp hvort að skólaskylda sé raunveruleg og hver sé ábyrgur fyrir því að henni sé sinnt sem skyldi. Staða nemenda eftir grunnskóla er gerð skil og helstu áhættuþáttum þess að nemendur hætta námi. Leitað er svara við eftirfarandi spurningum Er raunveruleg skólaskylda á Íslandi, hver er raunverulegur réttur barna til menntunar? Hafa erfiðleikar í skóla langtímaafleiðingar? Eru nemendur nógu vel undirbúnir undir framhaldsnám eftir 10 ára grunnskólagöngu? Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að það er réttur allra barna að njóta menntunar og er það tryggt í lögum og reglum. Ábyrgð skólayfirvalda er skýr og ályktað er að yfirvöld standi ekki undir henni vegna mikils brotthvarfs úr framhaldsskólum. Niðurstöður sýna einnig að erfiðleikar í skóla geta haft þær afleiðingar að börn fái lágar einkunnir en þær eru helsta forspárgildi þess hvernig nemandanum muni reiða af í framhaldsskóla. Það getur verið afleiðing námserfiðleika að nemendur séu ekki nógu vel undirbúin eftir 10 ár í grunnskóla. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að ekki sé nógu mikið eftirlit með skólahaldi í landinu. Þess vegna þarf að vekja athygli á alvarleika þess að skólaskylda er ekki raunveruleg og hvetja til þess að meiri kröfur séu gerðar til skólayfirvalda um að vandað sé til verka.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er raunveruleg skólaskylda á Íslandi.pdf794.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing .pdf1.26 MBLokaðurYfirlýsingPDF