Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27371
Kynferðislegt ofbeldi er staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Á Íslandi lítur út fyrir að rúmlega 13 % kvenna hafi verið nauðgað eða að tilraun hafi verið gerð til þess. Þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eiga á hættu að þurfa að glíma við alvarlegar afleiðingar vegna þess. Sem dæmi um afleiðingar má nefna kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun, sektarkennd og skömm. Eins geta brotaþolar smitast af alvarlegum kynsjúkdómum eins og HIV og konur sem eru brotaþolar geta orðið ófrískar. Rannsóknir sýna að þegar brotaþolar segja öðrum frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eins og nauðgun þá bregst fólk jafnvel við því á neikvæðan hátt, sem sagt með því að sýna brotaþolum neikvæð viðbrögð. Þegar að það gerist þá getur það til dæmis aukið líkurnar á áfallastreituröskun hjá brotaþola. Niðurstöður rannsókna benda til þess að þegar brotaþoli fær neikvæð viðbrögð frá fólki getur það valdið því að hann hættir að vilja segja frá og tala um kynferðislega ofbeldið. Þannig að svo virðist sem að neikvæð viðbrögð frá einstaklingi í garð brotaþola geti valdið þöggun þess síðarnefnda. Rannsóknir sýna einnig að fyrstu viðbrögð frá fagaðilum hafa mikið um það að segja hvort brotaþolinn muni ná að yfirstíga ofbeldið og vinna með það eða bera harm sinn í hljóði. Jákvæð viðbrögð í garð brotaþolans hefur þau áhrif að hann nær mun betur að vinna með áfallið sem kynferðislegt ofbeldi er og þar með eru afleiðingarnar minni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Afram stelpur.pdf | 836.43 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
yfirlysing maria.pdf | 1.54 MB | Locked | Yfirlýsing |