is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27373

Titill: 
 • "I want to help everybody": Um siðferðileg álitamál í upplýsingaþjónustu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í viðhorf sérfræðinga í upplýsingaþjónustu á bókasöfnum til skráðra siðareglna og hverjar væru þær helstu siðferðilegu áskorarnir sem þeir rækjust á í starfi. Einnig var kannað hvaða áhrif félagsleg staða og vald viðskiptavina hefði á siðferðileg vandamál. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum og tekin voru átta viðtöl við starfandi upplýsingafræðinga. Vettvangur rannsóknarinnar var í Columbus, Ohio.
  Helstu niðurstöður eru þær að upplýsingafræðingar reiða sig lítið á skráðar siðareglur í sínum daglegu störfum. Þeir treysta fyrst og fremst á eigin dómgreind og ráð samstarfsmanna þegar kemur að því að leysa úr siðferðilegum álitamálum. Almennt var þó viðhorf til siðareglna fremur jákvætt og þær taldar mikilvægar fyrir sjálfsmynd stéttarinnar. Flestum þóttu erfiðustu siðferðilegu álitamálin snúa að því að viðskiptavinir bera oft upp erindi sem ættu betur heima hjá öðrum fagstéttum, til dæmis læknum og lögfræðingum. Félagsleg staða viðskiptavinar hefur talsverð áhrif á þjónustuna og mótar erindin. Nokkuð bar á því að upplýsingafræðingarnir ættu erfitt með að takmarka þjónustu við valdameiri aðila vegna ótta við að það gæti haft áhrif á framtíð safnsins sem þeir starfa hjá. Almennt virðast upplýsingafræðingar fremur sjálfsöruggir þegar kemur að því að leysa úr siðferðilegum álitamálum og nokkuð vissir um hvaða ákvarðanir sé réttast að taka í hinum og þessum aðstæðum.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to gain insight into the perspectives of information science specialists in libraries towards regarding ethics codes and to identify the major ethical challenges they were were faced with on the job. It was also studied how the social position and power of patrons impacted ethical problems. The study was undertaken using qualitative research methods and consisted of eight interviews with librarians currently employed as such. The site of the study was Columbus, Ohio.
  The main conclusion is that librarians rely on written ethics codes in their daily practice to a small extent. They rely primarily on their own judgment and advise from coworkers when it comes to solving ethical problems. In general, however, the attitude towards ethics codes was rather positive and they were considered important for the self-image of the profession. According to most of the individuals interviewed, the most difficult ethical problems arose from the fact that patrons frequently approach librarians with problems that would be better addressed by other professionals, such as doctors and lawyers. The social position of the patron has a large impact on the service and shapes their needs. It was common that librarians found it hard to limit their service to parties in positions of power over them due to fear that it might impact the future of the library where they worked. In general, librarians seemed rather confident about resolving ethical dilemmas and relatively certain about how to determine the right course of action in various circumstances.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS–hilma.pdf711.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf125.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF