is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27378

Titill: 
  • Sínum augum lítur hver á silfrið: Þingfararkaup og atvinnumennska á Alþingi 1845-2017
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Viðfangsefni þessarar rannsóknar er þingseta sem atvinna og er meginmarkmið rannsóknarinnar að rekja hvenær þingmennska hætti að verða vettvangur áhugamanna og varð leiksvið atvinnumanna. Rannsóknartilgátunni sem lagt er upp með er ætlað að meta hvaða áhrif þróun þingfararkaups hafði á upphaf atvinnumennsku íslenskra þingmanna, sem og að meta hvers vegna breytingin átti sér stað. Rannsóknin byggir á lýsandi greiningu á sögulegri þróun þingfararkaupsins og við greiningu á efninu er stuðst við kenningar um umboðsmennsku. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að íslensk þingmennska varð að atvinnumennsku á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Þá benda niðurstöðurnar einnig til þess að það hafi fremur verið þróun ytri aðstæðna sem réði för en hugmyndir þingmanna um eigin stöðu. Síðan tekin var ákvörðun um atvinnumennsku íslenskra þingmanna hefur þingið í auknum mæli færst undan því að hlutast til um launakjör sín, þrátt fyrir ítrekuð ummæli íslenskra þingmanna um bág kjör. Þessa feimni við að taka afstöðu til eigin launakjara má fyrst og fremst rekja til ótta við almenningsálitið.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurjón Skúlason - Sínum augum lítur hver á silfrið.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Sigurjón Skúlason.pdf255.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF