Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27379
Tilvistarstefnan hefur frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið haft áhrif á hin ýmsu svið mannlegrar tilvistar. Geðlækningar og sálarfræði eru þar engin undantekning, en áhrif stefnunnar innan fræðigreinanna hafa verið töluverð í seinni tíð. Tilvistargreining(e. existential analysis) er skýrt dæmi um það, en slíkar kenningar notfæra sér heimspeki og hugtök tilvistarstefnunnar til þess að vinna bug á ýmsum sálrænum kvillum.
Ein frægasta kenningin sem flokkast til tilvistargreiningar er lógóþerapía Viktors E. Frankl, en í þessari ritgerð verður leitast við að útskýra á hvaða hátt hún á rætur sínar að rekja til tilvistarstefnunnar. Einnig verður kenningin borin saman við kenningu Sørens Kierkegaard um ólík tilvistarsvið mannsins og athugað hvort að hægt sé að finna sameiginlegan flöt á kenningunum tveimur, en Kierkegaard er gjarnan talinn vera upphafsmaður tilvistarstefnunnar. Kenningarnar tvær hafa báðar sterka skírskotun til tilvistarstefnunnar og innihalda hugtök sem eru fyrirferðamikil í heimspeki stefnunnar, en þó eru markmið þeirra ólík. Markmiðið með lógóþerapíu Frankls er að hjálpa einstaklingum sem þjást af tilgangsleysi og tilvistarkreppu að finna tilgang með lífi sínu, og lifa síðan eftir þeim tilgangi. Kenning Kierkegaards, og raunar öll hans heimspeki, miðar hins vegar að því að lifa hinu góða lífi. Samanburður á kenningunum leiðir í ljós að ýmislegt er sameiginlegt með þeim, en jafnfram nokkuð sem skilur þær að. Hér verður reynt að gera grein fyrir því ásamt því að útskýra kenningarnar nokkuð ítarlega. Þá verður einnig reynt að útskýra forsendur og forsögu kenninganna með því að skoða hvaða þættir höfðu áhrif á þróun þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
tilgangurtilvistarinnar-ba.pdf | 653.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing-steinar.pdf | 33.06 kB | Lokaður | Yfirlýsing |