is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27382

Titill: 
  • Áhrif holdafars á hamingju Íslendinga árið 2012.
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Um allan heim hefur offita orðið að vaxandi lýðheilsuvandamáli og hefur það vandamál átt við hér á Íslandi. Talið er að algengi offitu á Íslandi hafi verið 21% árið 2014. Hægt er að nota nokkrar mælingar til að mæla offitu, en algengast er að nota líkamsþyngdarstuðulinn. Sú mæling hefur verið gagnrýnd þar sem hún tekur ekki mið af líkamssamsetningu einstaklinga og getur verið erfitt að meta fitu þeirra. Einnig þykir líklegra til lengri tíma að mæla heilbrigðan lífsstíl fremur en líkamsþyngd. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort það séu einhver tengsl á milli líkamsþyngdarstuðuls og hamingju Íslendinga árið 2012. Einnig hvort að sambandinu geti verið miðlað með heilsu.
    Aðferðir: Gögnin sem voru notuð komu frá Embætti landlæknis úr rannsókn þeirra á Heilsu og líðan Íslendinga árið 2012. Úrtakið samanstóð af 6.434 íslenskum einstaklingum á aldrinum 18-84 ára og var svarhlutfall um 55%. Markmiðið var að skoða tengsl líkamsþyngdarstuðuls á hamingju og hvaða áhrif aðrar heilsu breytur gætu haft. Heilsubreyturnar voru líkamleg og andleg heilsa, líkamlegur styrkur og líkamlegt þol, mataræði og líkamsímynd. Fjölbreytuaðhvarfsgreining var framkvæmd og notast var við tilreikning (e. multiple imputation).
    Niðurstöður: Þegar úrtakið í heild var skoðað var hlutfall þeirra sem voru í offitu 23% karlar og 24% konur. Af körlunum voru 51% í ofþyngd og af konunum voru 38% í kjörþyngd. Helstu niðurstöður úr fjölbreytuaðhvarfsgreiningunni sýndu neikvætt samband á milli BMI og hamingju en þegar tekið var tillit til líkamsímyndar þá varð sambandið jákvætt og marktækt. Þeir sem voru í offituflokki voru hamingjusamari en þeir sem voru í kjörþyngd, þegar tekið var tillit til jákvæðrar líkamsímyndar.
    Ályktanir: Fyrri rannsóknir sýna að megrun virkar ekki til langs tíma heldur þurfi að huga að öðrum þáttum og taka litlar breytingar á löngum tíma, meðal annars að auka hreyfingu, bæta líkamsímynd og minnka matarskammta. Niðurstöður úr þessari rannsókn sýna að jákvæð líkamsímynd hefur áhrif á samband BMI og hamingju og er það í takt við aðrar fyrri rannsóknir.
    Lykilorð: Líkamsþyngdarstuðull, hamingja, líkamsímynd, offita, heilbrigði óháð holdafari, heilsa.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: All around the world obesity has become a major public health issue and has been a growing problem here in Iceland. In the year 2014 the prevalence of obesity was 21% in Iceland. There are several measures for obesity and the most commonly used is the body mass index. It has been criticized for it does not measure individuals‘ body composition or fatness. It is also recommended in longterm to measure healthy lifestyle rather than bodyweight. The aim of this study is to examine whether there is an association between the BMI and happiness of Icelanders in 2012. Also whether the relationship can be mediated with health.
    Methods: The data was collected from the research Health and well-being in Icelanders done by the Directorate of health in the year 2012. The participants were 6.434 icelanders aged from 18-84 and the response rate was 55%. The aim was to examine the relationship of the BMI and happiness and to see the effects of other health measures. The health variables were physical and mental health, strenght and stamina, diet and body-image. An ordinary least squares was performed and multiple imputation was made.
    Results: When looking at the sample as a whole, those in obesity were 23% men and 24% women in this sample. About 51% of the men were overweight and 38% women were in normal weight. The main results were that there was a negative relationship between BMI and happiness, but when taking into account the body image the relationship became positive and significant. Those in obesity were happier than those in normal weight, when positive body image was put in the model.
    Conclusion: Previous studies show that diets do not work for long-term but taking little steps towards a better lifestyle like increasing exercise, improving body image and decreasing food intake. The results of this study show that positive body image affects the relationship of BMI and happiness, and is consistent with other previous studies.
    Keywords: Body mass index, happiness, body image, obesity, healthy at every size, health.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_ErnaBaldvinsd.pdf1,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_ErnaBaldvinsd.pdf736,39 kBLokaðurYfirlýsingPDF