Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27386
Síðnýlendustefna (e. postcolonialism), nútímanýlendustefna (e. neocolonialism) og veruleiki sem þeim fylgir er um margt líkur þeim sem einkenndi nýlendustefnuna. Hann er víða hluti af daglegu lífi fólks þó sá tími sem stefnan er kennd við hafi formlega tekið enda fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina. Veruleiki síðnýlendna einkennist fyrst og fremst af ófrelsi, ósjálfstæði og menningarlegu forræði (e. cultural hegemony). Konur á stöðum sem tilheyra síðnýlendum heimsins hafa þurft að hafa fyrir lífinu, á meðan nýlendutíminn varði sem og eftir að honum lauk. Þeim var úthlutaður veruleiki og sjálfumleiki sem var þeim menningarlega fjarri og skorti auk þess nauðsynlega innviði. Þessi veruleiki er til að mynda raunverulegur og allt að því áþreifanlegur á frönsku eyjunni Réunion í Indlandshafi, þar sem karllæg (e. macho) síðnýlendusjónarmið hafa ráðið ríkjum. Nýlenda og samfélag var stofnað þar á 17. öldinni en innleiðing í franska ríkið átti sér síðan stað á fimmta áratug 20. aldar.
Post- and neo-colonialism put their marks on the reality and lives of people across the world. That reality is not far from the one lived during the era of colonialism that officially came to an end soon after the Second World War. Postcolonial reality is characterised by non-free and dependent peoples and cultural hegemony. Women in places that are a part of the postcolonial areas of the world have had to put more effort into their lives than they should have had; both during the colonial epoch and afterwards whereas they were handed cultural realities and identities far from their own and as a consequence of the lack of infrastructure for their sake. This reality is lived by the women of Réunion Island in the Indian Ocean where macho perspectives have had a remarkable impact on this society put into being in the 17th century with the island‘s colonization. In the fifth decade of the twentieth century the island was departmentalised and legally integrated into the French nation state.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 340,44 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Urður Ásta Eiríksdóttir_BA_ritgerðin.pdf | 811,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |