is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27390

Titill: 
  • Hið ólokna ferli. Rannsókn á stöðu íslenskrar netlistar í samtímanum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Netlist hefur mætt skilningsleysi og ekki fengið stað innan listheimsins þrátt fyrir að vera alþjóðleg listhreyfing. Netlistin kom fram á tíunda áratug síðustu aldar en vegna eiginleika miðils hennar hefur reynst erfitt að skipa henni í hefðbundna flokka myndlistar og því virðist hún hafa mætt áhugaleysi frá liststofnunum. Er jafnvel rétt að telja að skilningsleysi hafi verið orsök þess að netlistin náði ekki að festa sig í sessi á Íslandi? Hér verður staða íslenskrar netlistar í samtímanum rannsökuð út frá þeim utanaðkomandi öflum sem móta íslenskan listheim. Fagurfræði netlistarinnar og eiginleikar hennar verða greind í þeim tilgangi að svara þessari spurningu. Einnig verður netlist sett í samhengi við listasöguna til að sýna fram á tengsl við almenna þróun myndlistar. Í öðrum kafla verður fjallað um íslenska netlist og henni gerð nánari skil. Aðalega verður tekin fyrir sýningin Íslensk og erlend veflist – orb.is þar sem hún markar ákveðinn hápunkt íslenskrar netlistar. Í þriðja kafla verður þróun netlistar á Íslandi skoðuð út frá þeim öflum sem hún stóð andspænis. Gert verður grein fyrir því að netlistin passaði ekki inn í hefðbundið flokkunarkerfi myndlistar vegna eiginleika miðils hennar sem er í stöðugri þróun og því fékk hún ekki stöðu innan listheimsins samhliða öðrum listum. Lítill sem enginn fjárstuðningur er veittur til listsköpunar með nýmiðlum á Íslandi og aðstaða til sýningarhalds eða listsköpunar virðist ekki vera í boði. Þar af leiðandi virðist sem svo að listamenn hafi einfaldlega lagt netlistina á hilluna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_netlist_loka.pdf5.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HBK.pdf5.92 MBLokaðurYfirlýsingPDF