is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27392

Titill: 
 • Eru múrarnir nógu þéttir? Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga hjá opinberum stofnunum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun skjalastjóra af því hvernig meðferð viðkvæmra persónuuppýsinga væri háttað þegar kom að skjalastjórn hjá opinberum stofnunum. Rannsóknin byggði á eigindalegri aðferðarfræði og tekin voru sjö opin og hálfstöðluðuð viðtöl við átta viðmælendur, sjö starfsmenn sem sinntu starfi skjalastjóra í opinberum stofnunum og einn sem var yfirmaður sinnar stofnunnar.
  Fyrri hluti rannsóknarinnar fór fram haust 2014 og sá síðari haust 2016. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara voru þessar: Hver er upplifun og reynsla skjalastjóra opinberra stofnanna af meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga í skjalastjórn sinnar stofnunnar og hvernig upplifa viðmælendur að farið sé að stefnu um meðferð persónugagna á vinnustað sínum?
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að yfirleitt var upplifun skjalstjóra sú að meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga væri góð hjá skipulagsheild þeirra. Eitt helsta öryggistækið var rafrænu skjalastjórnarkerfin, en bæði var hægt að stýra aðgangi að málum í þeim, og einnig skráðu kerfin ýmsar upplýsingar, svo sem hver opnaði skjal, breytti því eða prentaði út. Starfsumhverfi skipulagsheildar skipti miklu máli fyrir öryggi gagna, og voru ýmsir fletir þess skoðaðir í þessari rannsókn.
  Fáar af skipulagsheildunum sem hér voru til athugunar studdust við stefnu í skjalamálum, eða stefnu um meðferð persónugagna sérstaklega. Því var erfitt að svara seinni spurningunni, hvernig skjalastjórar upplifa að farið sé að stefnu um meðferð persónugagna á vinnustað sínum.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to gain insight into how records managers in the public sector experience the treatment of sensitive personal information within their organisations. Data was collected using qualitative research methods, in which seven open and semi-structured interviews were conducted with seven records managers and
  one supervisor of public institutions. The first part of the research took place in the autumn of 2014 and the second in the autumn of 2016.
  The following research questions guided the research: What is the records managers experience when it comes to the treatment of sensitive personal information within their organisations and how do records managers feel a policy on sensitive personal information is implemented in their workplace.
  The results indicated that the records managers found the treatment of sensitive personal information generally to be in a good shape within their organisations. One of the main security devices was the electronic records management system, whose chief benefits were restrictions to system access as well as a thorough system log, logging any access, modification or printing of a document. A key component in the security of data was the work environment of an organisation, and special attention was paid to the study of this factor.
  Few of the organisations in this research applied a records management policy, or a policy on the treatment of sensitive personal information specifically. It was therefore difficult to answer the latter research question, given the lack of a policy on the treatment of sensitive personal information.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru múrarnir nógu þéttir.pdf718.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf282.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF