is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27394

Titill: 
  • Námsáhugi unglinga. Tengsl andlegrar líðanar, skjánotkunar og svefns við námsáhuga nemenda á unglingastigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort og þá hvernig andleg líðan, skjánotkun og svefn hefur áhrif á námsáhuga nemenda á unglingastigi í grunnskóla. Notast var við fyrirliggjandi gögn úr könnuninni Ungt fólk 2016 sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2016. Unnið var með slembiúrtak úr heildarsvörum sem samanstóð af 2014 nemendum og af þeim voru 980 strákar og 1041 stelpa. Niðurstöður voru fengnar með því að reikna fylgni milli breyta, krosstöflum og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Niðurstöður sýndu að samanlögð áhrif andlegrar vanlíðunar, skjánotkunar og svefns hafa töluverð áhrif á námsáhuga nemenda. Því meiri vanlíðan, meiri skjánotkun og minni svefn því minni námsáhuga sýna nemendur. Andleg vanlíðan hafði þar mestu neikvæðu áhrifin. Þá voru tengslin mun sterkari hjá stelpum en strákum. Námsáhugi er þó alla jafna mjög góður hjá nemendunum en fer dvínandi eftir því sem nemendur eldast. Nýta má niðurstöður í ráðgjöf með unglingum sem sýna áhugaleysi í námi. Einnig til að auka fræðslu til kennara og foreldra svo hægt sé að efla áhuga nemenda til frekara náms.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Kolbrun_10_05_2017.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
18386642_10212941351877624_1370221600_n.jpg25.43 kBLokaðurYfirlýsingJPG