is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27395

Titill: 
  • Ríki skynseminnar: Hlutur tilfinninga í siðfræði Kants
Skilað: 
  • Maí 2017
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir siðaverunni í skilningi Immanuels Kants en honum var umhugað um að skilgreina hana sem skynsemisveru. Skýrt verður frá því hvernig og hvers vegna hann einskorðaði siðaveruna við skynsemina en hélt tilfinningum utan við siðferðið. Rannsóknarspurningin beinist að því hvort, og þá hvers vegna, Kant hafi yfirsést mikilvægi tilfinninga í siðfræði sinni. Ef svo er verður siðaveran fráhrindandi og á erfitt uppdráttar í samfélagi þar sem þekking á tengslum siðvits og tilfinninga er nú meiri en á hans tímum.
    Kant er einn helstu heimspekinga upplýsingarinnar en það tímabil einkenndist af mikilli áherslu á rökvit og skynsemi sem leið út úr því „ósjálfræði” sem maðurinn hafði lifað við, það er í hefðarsamfélagi þar sem brýnt var á því að lifa í þjónkun við ríkjandi gildi í stað þess að gagnrýna þau. Ég kanna hugmyndir hans og afstöðu til tilfinninga í samhengi við ríkjandi viðhorf samfélagsins á þeim tíma, aðallega út frá bók hans, Grundvelli að frumspeki siðlegrar breytni (1785). Þá geri ég grein fyrir almennu viðhorfi heimspekinnar til tilfinninga en það hefur lengst af einkennst af sniðgöngu þeirra. Í framhaldi af því sýni ég fram á nýrri rannsóknir sem grafa undan hinum skörpu skilum siðvits og tilfinninga og sem sýna fram á samspil þeirra í siðadómum. Að lokum færi ég rök fyrir nauðsyn tilfinninga í siðfræði og hvernig hægt sé að finna þeim mögulegt rými í kenningu Kants. Með því að leitast við að skilja hvers vegna Kant útilokaði þátt tilfinninga öðlumst við betri sýn á siðaveruna í skilningi hans.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERD_SKEMMAN.pdf569.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0223 (1).JPG2.21 MBLokaðurYfirlýsingJPEG