is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27396

Titill: 
  • Konur eru konum bestar. Mikilvægi kvenfyrirmynda fyrir stjórnendur
  • Titill er á ensku Connected Women. The Importance of Role Models for Managers
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrirmyndir hafa margvísleg áhrif á líf flestra. Þegar við erum ung er okkur gjarnt að líta upp til foreldra og fjölskyldu og lærum við af þeim ákveðin hegðunarmunstur. Seinna meir spila fyrirmyndir öðruvísi hlutverk í tilveru okkar og geta veitt innblástur til að hugsa út fyrir kassann, yfirstíga hindranir og þora.
    Konur eru í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir að vera í miklum meirihluta í stjórnunarnámi við Háskóla Íslands. Efni ritgerðar þessarar er mikilvægi kvenfyrirmynda fyrir stjórnendur. Gerð var tvíþætt rannsókn á efni ritgerðarinnar. Megindlegur spurningalisti leiddi í ljós að viðskiptafræðinemar við Háskóla Íslands ættu sér flestir fyrirmyndir og þættu þær mikilvægar. Þeir voru sammála því að kvenfyrirmyndir í stjórnunarstöðum hefðu margvísleg jákvæð áhrif á kvenstjórnendur. Einnig virtust þeir viðskiptafræðinemar sem eiga sér fyrirmyndir hafa meiri trú á sjálfum sér og eigin getu og tækifærum. Seinni hluti rannsóknarinnar var eigindlegur þar sem þrjú djúpviðtöl voru tekin við kvenforstjóra úr mismunandi atvinnugreinum. Sá hluti leiddi í ljós að kvenstjórnendunum virtist einnig þykja kvenfyrirmyndir mikilvægar. Þær bentu á mikilvægi þess að geta samsamað sig fyrirmyndum í stjórnun og þar spili kyn mikilvægt hlutverk. Þær hafi sjálfar átt sér fyrirmyndir og reyni nú að vera góðar fyrirmyndir fyrir aðra. Þær telja að konur í stjórnunarstöðum eigi að vera meðvitaðar og taka ábyrgð á stöðu sinni sem fyrirmyndir. Það sé þeirra að riðja veginn fyrir komandi kvenstjórnendur og sjá til þess að hann verði greiðfarnari þegar þær hafa farið yfir en hann var þegar þær komu að honum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Yfirlysing fyrir Skemmu - Alma Dora Rikardsdottir.pdf174.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS%20ritgerd%20-%20Alma%20Dora%20Rikardsdottir%20-%20Konur%20eru%20konum%20bestar.pdf688.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna