en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27399

Title: 
  • Title is in Icelandic Hugmyndir um mun á mönnum og menningu eftir héruðum á Íslandi 1750-1850
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Skrifað hefur verið um einstaklinga, hópa og þjóðir og þeim gefnar einkunnir en skoðanir á slíkum hópum má finna í ferðabókum manna sem rannsökuðu óþekktar slóðir í öðrum löndum eða héruðum. Í þessari ritgerð verður farið yfir skoðanir á Íslendingum í bæði íslenskum og erlendum ferðabókum á tímabilinu 1750 til 1850 en áhuginn á landinu fór vaxandi á tímabilinu. Þær hugmyndir og skoðanir sem birtast í þessum bókum eru athyglisverðar fyrir þær sakir að þær sýna misjafnar hugmyndir og skoðanir manna frá ólíkum menningarheimum á íbúum landsins. Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvort og hvaða hugmyndir hafi verið á landinu varðandi mun á mönnum og menningu eftir héruðum á Íslandi.
    Rannsóknin er áhugaverð í ljósi þess að erlendir ferðalangar álitu gjarnan að allir Íslendingar bæru sameiginleg sérkenni meðan Íslendingar höfðu sjálfir ákveðnar hugmyndir um héraðamun á landinu. Í slíkum skoðunum var íbúum landsins og einstakra héraða eignuð ákveðin sérkenni.
    Ritgerðinni er skipt upp í níu kafla eftir efnisþáttunum: sögulegur bakgrunnur; útlit og líkamsvöxtur; skapsmunir, hugarfar og lundarfar; málfar; híbýli og hreinlæti; mataræði; klæðnaður; vinna og verkleg kunnátta; skemmtanir. Þá verða skoðanir og hugmyndir ferðalanga og annarra um Íslendinga og héraðamun á landinu metnar og bornar saman með tilliti til ofangreindra efnisþátta.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að hugmyndir um héraðamun á mönnum og menningu hafi verið til staðar á Íslandi.

Accepted: 
  • May 10, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27399


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.pdf13,15 kBLockedYfirlýsingPDF
Hugmyndir um mun á mönnum og menningu eftir héruðum á Íslandi 1750-1850.pdf470,04 kBOpenHeildartextiPDFView/Open