is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27400

Titill: 
  • Myllumerki valdeflingar: Nýjar leiðir í herferðum gegn kynbundnu ofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Herferð landsnefndar UN Women á Íslandi gegn kynbundnu ofbeldi, Fokk Ofbeldi, hefur hlotið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Til þess að vekja fólk til umhugsunar á málefninu hefur stofnunin farið nýstárlegar leiðir. Myllumerki hafa dreifst um samfélagsmiðla, þar sem ýmist þekkt og óþekkt fólk birtir persónulegar sögur og myndefni samhliða merkjunum. Einnig má sjá fólk ganga um með húfur, armbönd og taupoka sem á stendur „Fokk ofbeldi“, en varningurinn hefur selst í gífurlegu magni. Fólk er að „fokka“ óbeint á það kynbunda ofbeldi sem konur verða sífellt fyrir, hvort sem það telst líkamlegt, kynferðislegt eða sálfræðilegt. Skilaboðin eru útum allt og eru í raun „normalíseruð“ með aukinni notkun miðla og varnings. Þessar leiðir endurspegla vel hvernig þróunarsamvinna hefur orðið vinsælli í nútímanum með aukinni notkun miðla til þess að koma jafnrétti kynjanna á framfæri. Það gæti talist fremur áhrifaríkt þar sem fjöldi fólks tileinkar sér að skoða miðla dagsdaglega. Femínísku skilaboðin sem finna má innan herferðanna byggja oftar en ekki á kenningum femínista innan mannfræðinnar, sem hafa lengi unnið að því að afbyggja þann raunveruleika að misrétti sé samþykkt á grundvelli kynja og valdastöðum tengdum þeim. Afbyggingin felst í því að fjarlægja valdið úr höndum karlmanna og nota það til valdeflingar kvenna, sem er einmitt eitt stærsta markmið þróunarstofnanna í dag. Með þær kenningar að leiðarljósi vonast ég til þess að geta sýnt fram á það hvernig hlutverk miðlanna getur verið notað af þróunarstofnunum, með því viðhalda sínum sterku gildum um jafnrétti kynjanna, til þess að valdefla einstaklinga sem berjast á móti kynbundnu ofbeldi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lok.pdf548.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan0006-baritgerð.pdf258.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF