is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27407

Titill: 
  • Konur þurfa bara að vera duglegri að ... Samfélagslegar hindranir kvenna á vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi leitast við að skoða samfélagslegar hindranir sem konur mæta í viðleitni sinni til þess að klífa metorðastigann. Svo virðist sem að ýmsar félagslegar mótaðar hugmyndir séu við lýði sem móta það hvernig horft er á konur annars vegar og karla hins vegar. Í gegnum tíðina hefur gjarnan verið dregin upp sú mynd af karlmönnum að þeir séu áhættusæknir og fljótir að taka ákvarðanir á meðan konur hafa verið birtar sem varkárari og ábyrgari. Þetta hefur verið sett fram undir formerkjum eðlishyggjunnar, en samkvæmt því eru konur taldar betri uppalendur. Konur hafa þó sótt í auknum mæli út á vinnumarkaðinn, sé litið á málin í sögulegu samhengi. Kynjakvóti á stjórnir fyrirtækja hefur nýlega verið settur á hér á landi og verða viðhorf til hans skoðuð og mögulegir kostir og gallar. Í lok ritgerðarinnar verður annars vegar fjallað um það hvernig það er fyrir konur að feta fyrstu skrefin innan rýma sem hafa algjörlega verið ráðandi af körlum og tek ég þar sem dæmi Margaret Thatcher og Hillary Clinton. Síðan verður skoðuð möguleg leið í anda nýfrjálshyggju til að hjálpa konum að ná lengra innan vinnumarkaðarins.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2017 Dagný Rós_BA LOKASKIL2.0.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf57.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF