is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27408

Titill: 
  • Huglægni, Raunsæi og upplifun áhorfandans. Tilfinningaleg samsvörun áhorfanda með persónum kvikmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsóknarritgerð hef ég sett mér það markmið að svara þeirri spurningu hvers vegna ákveðnar hugmyndir vekja upp öflugri tilfinningalega áhrif hjá áhorfandanum en hefðbundnar meginstraums kvikmyndir? Í innganginum byrja ég á því að skoða lauslega upplifun áhorfanda á meginstraumsmyndum og ber hana svo saman við upplifun sem virkjar tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans. Í framhaldi af því set ég fram rannsóknarspurninguna sem er þríþætt; hvaða þættir eru það í kvikmyndum sem vekja upp þessi sterku tilfinningalegu viðbrögð, hvaða listrænu og tæknilegu brögðum er beitt innan kvikmyndatækninnar til þess að efla þessi viðbrögð og að lokum hvers eðlis eru þær tilfinningar sem áhorfandinn upplifir? Til þess að svara þessum spurningum leitast ég við að skoða grunn kvikmyndafræðinnar, þar sem kvikmyndafræðingar veltu fyrir sér hvort þessi nýja tækni gæti verið huglæg eða ekki. Ég mun vitna í kvikmyndafræðinga eins og André Bazin og Béla Balázs, en þeir voru á öndverðum meiði hvað huglægni varðar. Hugo Münsterberg sem var einn af upphafsmönnum kvikmyndafræðinnar skrifaði mikið um huglægni og áhrif hennar á áhorfandann út frá sjónhóli sálfræðinnar. Ég mun skoða kenningu hans ítarlega. Því næst mun ég skoða gagnrýni á kenningu Münsterberg, en Noël Carroll hafnaði samsvörun áhorfandans með sögupersónum kvikmynda. Ásamt þessu mun ég rannsaka ítarlega hvernig huglægni í kvikmyndum er greind, en Edward Branigan skoðaði hvernig huglægni birtist í klassískum myndum í bók sinni The Point of Veiw of the Cinema.
    Raunsæishugtakið og hvernig það gefur kvikmyndum trúverðugleika verður efni næstu kafla. Nánar tiltekið mun ég lauslega skoða sögu raunsæisins, mismunandi stefnur og hvernig það kemur fram í samtíma kvikmyndum. Ég mun leggja mikla áherslu á verismiltitude (Þýðing: trúverðugleiki) og hvernig trúverðugleiki í kvikmyndum hefur áhrif á áhorfandann. Raunsæi og huglægni verður síðan blandað saman í hugtak sem nefnist ,,huglægt raunsæi” og verður því gert skil í samnefndum kafla.
    Að lokum mun ég greina kvikmyndina Requiem for a Dream (2000) eftir Darren Aronofsky út frá þeim kenningum sem ég hef farið yfir til þess að svara rannsóknarspurningunum sem settar verða fram í innganginum og komast að því hvers vegna sumar kvikmyndir hafa virkjandi áhrif á tilfinningalíf áhorfandans á meðan aðrar gera það ekki.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg3.66 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Huglægni, raunsæi og upplifun áhorfandans.pdf278.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna