Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27409
Búrfellslundur, the first wind farm in Iceland, has been proposed by the biggest power company in the country, Landsvirkjun. The proposed wind farm is close to the highlands in Iceland, and will be comprised of up to 67 wind turbines with combined production capacity of 200 MW. Two experimental wind turbines have been operating in the area since 2013 with good results, with an average capacity factor of 44% annually.
The purpose of this thesis was to conduct an economic valuation of the environmental impacts of Búrfellslundur by using the contingent valuation method to estimate Icelanders´ willingness-to-pay for preserving the area. The OECD and Working Group 4 of the Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization in Iceland have recommended that such economic valuations be conducted for project developments, in order for the full welfare implications of projects to be known and potentially improve Icelandic decision-making. By conducting an economic valuation, the environmental impacts can be represented in monetary terms, equivalent to other costs and benefits of energy projects.
A web-based survey was developed and administered by the Social Science Research Institute at the University of Iceland to 1500 Icelanders and the response rate was 46%. Most respondents were not willing to pay for preservation, or 53%, while 30% of the respondents were willing to pay. The mean willingness-to-pay (WTP), including respondents with a genuine WTP of zero, was 12,549 ISK. When scaled up to the Icelandic population of taxpayers, the economic value of preservation was 3.17 billion ISK.
These results could have a significant impact on the assessment of social welfare gains or losses of Búrfellslundur, which have not been accounted for before as they show that the environmental impacts could be significant. They are a step towards satisfying the OECD and Working Group 4 requests of incorporating environmental impacts into economic evaluation.
Uppi eru áform hjá Landsvirkjun um að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi, sem hefur fengið nafnið Búrfellslundur. Fyrirhugað vindorkuver er á mörkum miðhálendis Íslands, og mun samanstanda af allt að 67 vindmyllum með samanlagða framleiðslugetu upp á 200 MW. Tvær tilraunavindmyllur hafa verið í rekstri á svæðinu síðan 2013 með meðalnýtnihlutfall uppá 44% á ársgrundvelli.
Markmið þessa verkefnis var að framkvæma hagrænt mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Notað var til þess skilyrt verðmætamat til að leggja mat á greiðsluvilja Íslendinga til að vernda landsvæðið. OECD og faghópur 4 í Rammaáætlun hafa mælt með því að slíkt hagrænt mat sé framkvæmt fyrir mögulega orkukosti, svo að hægt sé að kanna afleiðingar þeirra á velferð og þannig styrkja upplýsta ákvarðanatöku. Með því að framkvæma hagrænt mat, er lagt fjárhagslegt mat á umhverfisáhrif og þau gerð sambærileg við aðra þætti í kostaðar- og ábatagreiningu virkjanakosta.
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefkönnun til 1.500 manna úrtaks af Íslendingum til að kanna greiðsluvilja og var svarhlutfallið 46%. Flestir voru ekki reiðubúnir til að greiða fyrir að vernda svæðið (53%) á meðan færri voru reiðubúnir til að greiða (30%). Meðalgreiðsluvilji, að meðtöldum þeim með engan greiðsluvilja, var 12.549 kr. Þegar greiðsluviljinn var uppreiknaður fyrir alla Íslendinga, var hagrænt virði umhverfisáhrifa Búrfellslundar metið á 3,17 milljarða króna.
Þessar niðurstöður sýna að umhverfisáhrif Búrfellslundar gætu haft talsverð áhrif á velferð en frekari rannsókna er þörf. Greiningin er þó skref í rétta átt til að fullnægja óskum OECD og faghóps 4 í Rammaáætlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thesis_Sigríður_FINAL.pdf | 1,89 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Sigríður.pdf | 506,48 kB | Lokaður | Yfirlýsing |