is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27410

Titill: 
 • „Jörð án vatns er bara steinn.“ Ferð kvenhetjunnar - Greining á kvikmyndunum Á hjara veraldar og Thelma & Louise
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þema þessarar ritgerðar er konur í kvikmyndaheiminum. Meginpunktur hennar
  er fræðileg greining á tveimur kvikmyndum, „Thelma & Louise“ sem kom út árið
  1991 og „Á hjara veraldar“ sem kom út árið 1983, í ljósi kenninga Maureen
  Murdock um ferð kvenhetjunnar sem hún setti fram í bókinni „The Heroine´s Journey: Woman´s Quest for Wholeness“ sem var gefin út árið 1990. Ritgerðin er með hefðbundnu sniði. Í fyrsta kafla verður stiklað á stóru um sögu kvenna í kvikmyndagerð þar sem sérstök áhersla verður lögð á hlutverk kvenna á árdögum Hollywood kvikmynda. Einnig verður femínísk kvikmyndafræði stuttlega kynnt og fjallað verður um femínískar kvikmyndagreinar sem leggja áherslu á samband áhorfenda við birtingarmyndir kvenkynspersóna. Í öðrum kafla verða gerð skil á fyrirbærinu feðraveldi sem birtist á skýran hátt í báðum kvikmyndunum sem verða greindar. Í þriðja kafla verður fjallað um viðtökusögu kvikmyndanna sem verða teknar til greininga í ritgerðinni. Í fjórða kafla verður gerð grein fyrir fræðunum sem notast verður við til greiningar á myndunum. Myndirnar verða greindar út frá kenningum Maureen Murdock um ferð kvenhetjunnar sem er andsvar hennar við kenningum Joseph Campbell um ferð hetjunnar sem hann birti í kjölfar eigin rannsókna á goðsögum. Christopher Vogler aðlagaði seinna kenningar Campbell að lögmálum kvikmynda. Í fimmta kafla verða myndirnar greindar og í kjölfarið koma lokaorð með niðurstöðum.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled] hjördís Jóhannsdóttir.pdf134.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA%20ritgerð%2031.%20maí%20Tilbúin.pdf19.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna