is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27415

Titill: 
  • Áhrif ferðamanna á samfélög. Völd, peningar og ferðamennska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á stuttum tíma hefur ferðamennska aukist gífurlega og þjónusta við ferðamenn orðin umfangsmikil og margvíð. Nú til dags er erfitt að skilgreina hvað telst til þessarar þjónustu þar sem áhrif hennar greinast víðsvegar um samfélagið. Til að skilgreina hana þarf að skoða samskipti allra þátttakenda, bæði þeirra sem hafa beinna hagsmuna að gæta en einnig þeirra sem verða fyrir óbeinum áhrifum. Ferðaþjónustan veltir gríðarlegu fjármagni sem skiptist afar ójafnt milli þessa þátttakenda. Hér verður fjallað um peninga og völd í ferðaþjónustu. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að þeir sem bera mest úr býtum eru þeir sem eiga þjónustufyrirtækin en fórnarlömb græðgislegrar markaðssetningar geta skaðast illa til frambúðar.
    Í þessu samhengi verður sérstaklega tekið Mursi ættbálkinn í Eþíópíu sem dæmi og stuðst við etnógrafískar rannsóknir David Turtons og Tamas Régi sem gerðar voru á mismunandi tíma. Saman gefa þær mynd af áhrifum ferðamanna á ættbálkinn í tímans rás. Mursi ættbálkurinn hefur þurft að láta í minni pokann vegna þess gullgrafaraæðis sem heltekur ferðaþjónustuna. Ferðamenn borga fúlgur fjár til að berja þá augum en peningarnir skila sér ekki nema að litlu leyti til heimamanna. Alls konar milliliðir taka sinn toll og það litla sem skilar sér í vasa Mursi fólksins er það sem ferðamenn láta af hendi rakna þegar á áfangastað er komið.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA prófs í mannfræði YFIRFARIÐ.pdf631.3 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.jpg59.42 kBLokaðurYfirlýsingJPG