is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27419

Titill: 
  • „Maður lætur ekkert svona skýrslur í hendurnar á hverjum sem er“ Viðhorf heilbrigðisstarfsmanna á skilaskyldu afhendingaskyldra aðila til opinberra skjalasafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fjalla um varðveislu og meðferð sjúkraskráa hjá heilbrigðisstofnunum víðsvegar á Íslandi. Enn fremur það að skoða lög og reglugerðir sem opinberar stofnanir ber að fylgja, eins og til dæmis lög um sjúkraskrá nr. 55/2009 og lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og loks þær reglur sem Þjóðskjalasafns Íslands setur, sem og fyrirmæli landlæknis um varðveislu og meðferð sjúkraskrárupplýsinga. Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru átta djúpviðtöl (indepth interviews) við níu viðmælendur og framkvæmdar voru þrjár þátttökuathuganir (participant observations).
    Rannsóknarspurningarnar voru þrjár: Hvert viðhorf og reynsla starfsmanna heilbrigðisstofnana væri gagnvart skilaskyldu á sjúkraskrám eldri en 30 ára. Hvernig staðið væri að varanlegri varðveislu slíkra gagna, uppfyllingu lagaskyldu og hver væri framtíðarsýn viðmælenda varðandi varðveislu sjúkraskráa á pappírsformi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að dregið hefði verulega úr útprentunum á pappír eftir því sem notkun á rafrænum sjúkraskrárkerfum jókst. Sömuleiðis hafði minnkað að starfsmenn nýttu sér sjúkraskrár á pappírsformi að undanskildum vísindarannsóknum heilbrigðisskyni. Þó hefði ákveðin stöðnun orðið á framförum á rafræna sjúkraskrárkerfinu og ókostur væri að ekki væri hægt að afhenda sjúkraskrár á rafrænu formi til Þjóðskjalasafns Íslands. Skönnun væri orðin hluti af daglegum störfum starfsmanna í því skyni að koma upplýsingum yfir á rafrænt form.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak MA ritgerð Auður Erlarsdóttir.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Auður Erlarsdóttir.pdf298.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF