Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27423
Þessi ritgerð er söguleg greining á bandarískum kvikmyndum sem segja frá innrásum geimvera á Jörðina. Leitast er við að varpa ljósi á hvernig óvissuástandið sem myndast í þessum kvikmyndum endurspeglar síbreytilegar áhyggjur forréttindahópa á Jörðinni. Hér er um að ræða bæði sammannlegan ótta við að missa forréttindi sem ráðandi tegund yfir öðrum lífverum og ótta Vesturlandabúa við að missa forréttindi sem ráðandi valdastétt í samfélagi manna. Til þess er saga kvikmyndagreinarinnar rakin með áherslu á hvað vekur upp þessar áhyggjur hverju sinni. Byrjað er á að skoða forsendur greinarinnar í enskum bókmenntum á nítjándu öld með hliðsjón af angist samfélagsins á tímum heimsvalda- og nýlendustefnu. Því næst er rýnt í kvikmyndir gullaldarinnar á sjötta áratugnum og þær settar í samhengi við eftirstríðsárin og kalda stríðið. Þá er farið yfir framgang greinarinnar á seinni hluta tuttugustu aldar í ljósi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum og að lokum eru kvikmyndirnar Independence Day: Resurgence (2016, Roland Emmerich) og Arrival (2016, Denis Villeneuve) greindar til að kanna stöðu greinarinnar í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA.KatrinGudmundsdottir.pdf | 671,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.Skemman.pdf | 23,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |