is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27424

Titill: 
  • Hot yoga. Áhugahvatar til hot yoga iðkunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til að regluleg hreyfing sé mönnum til bóta og hafi jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Margt stendur einstaklingum til boða og þarf hver og einn að finna hjá sjálfum sér hvað honum hentar. Fyrir ekki svo löngu kom til Íslands eitthvað sem hafði aldrei verið í boði áður hér á landi, hot yoga. Síðustu ár hefur hot yoga orðið vinsælla og vinsælla á meðal Íslendinga og er hægt að segja að ákveðin yogamenning hafi myndast hér á landi. Líkamsræktarbransinn á Íslandi hefur aldrei verið stærri en nú og eru flestar líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu farnar að bjóða upp á hot yoga.
    Með því að þekkja hvata einstaklinga er betur hægt að mæta þörfum þeirra, almennt og hvers og eins. Hvatning einstaklinga getur stjórnast af innri og ytri hvötum eða óáþreifanlegum og áþreifanlegum hlutum. Einnig getur hvatning stjórnast af andhverfu sinni, hvatningarleysi.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á þá hvata sem drífa einstaklinga áfram til hot yoga iðkunar.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru iðkendur hot yoga á öllum aldri og var notast við hentugleika- og snjóboltaúrtak á samfélagsvefnum Facebook. Höfundur útbjó spurningalista sem var hannaður út frá tveimur mælitækjum sem byggjast á fyrri rannsóknum. Spurningalistinn innihélt 52 staðhæfingar um áhugahvöt til ástundar hot yoga, eina „síuspurningu“, eina almenna spurningu og fjórar bakgrunnsbreytur til að skilgreina þátttakendur. Spurningalistinn var settur fram á fimm punkta Likert-kvarða.
    Niðurstöður leiddu í ljós að hvatning fólks til hot yoga skiptist niður í 10 víddir. Það eru víddirnar líkamlegir og félagslegir þættir, þyngdarstjórnun og útlitstengdir þættir, endurnæring og vellíðan, líkamleg og andleg heilsa, styrkur og heilbrigði, félagsleg viðurkenning, áskorun, hvatningarleysi, liðleiki og heilsufarslegur þrýstingur. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur séu helst drifnir áfram af hvatningarvíddunum liðleika og endurnæringu. Þá benda niðurstöður til þess að þátttakendur séu síst drifnir áfram af hvatningarvíddunum félagsleg viðurkenning og hvatningarleysi.
    Niðurstöður þessar rannsóknar geta meðal annars nýst líkamsræktarstöðvum og stúdíóum sem bjóða upp á hot yoga, bæði til að auka ánægju núverandi viðskiptavina með því að sinna þörfum þeirra betur sem og til að laða að nýja viðskiptavini sem sækjast eftir meiri áskorun.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf43.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskil.pdf800.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna