is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27427

Titill: 
  • Fjártækni. Möguleikar og tækifæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er fjártækni, hvað fjártækni er, hverju hún tilheyrir en með sérstakri áherslu á hvar er að finna bestu tækifærin í bæði nýsköpun og stofnun fjártækni fyrirtækis í samhengi við allt sem tengist fjármálum og lagalegu umhverfi þeirra. Fjártækni felur í sér marga eiginleika og er hún í raun og veru sú þróun tækninnar sem viðkemur fjármálum frá upphafi.
    Ritgerðin skiptist í 6 kafla og 4 undirkafla. Fyrst er óhagkvæmi þess kerfis sem nú eru í notkun skoðað og kostnað þess. Þar á eftir er fjallað um snjallsíma og þá tækni í greiðslumiðlun sem þeir búa yfir og einnig þá tæknimöguleika sem er fyrir hendi eru sem breytt geta fjármálamarkaðnum í grundvallaratriðum frá því sem er í dag. Þá verður fjallað um rafeyrir í stuttu máli, þá möguleika sem rafeyrir bíður upp á og hvernig mögulega er hægt að innleiða þá í núverandi kerfi. Einnig verða kynnt viðhorf seðlabanka til rafeyris og hugsanlega stefnumótun seðlabanka sem búast má við í þeim efnum. Þá er bent á að lög og reglur beinast aðalega að hefðbundinni bankastarfsemi og hefðbundinum verðbréfamarkað og því er nauðsynlegt að huga að uppfærslu á löggjöfinni sem tekur tillit til hinnar nýju tækni eftir því sem kostur er.
    Tækniframfarir á fjármálamarkaði eru í stöðugum vexti þar sem lausnir eru fundnar til að auka hraða og skilvirkni á þeim kerfum sem við notumst við í dag. Notkun snjallsíma og annarra tækninýjunga hafa skapað grundvöll fyrir notkun þessara möguleika þar sem einstaklingar geta verið í stöðugu sambandi yfir veraldarvefinn hvar sem er og hvenær sem er. Seðlabankar í Bretlandi, Kína og Svíþjóð eru byrjaðir að kynna sér notkun rafeyris í stað lögeyris en er ferlið enn á þróunarstigi. Miklir möguleikar eru á því að bæta skilvirkni hlutabréfamarkaða með notkun fjártæknilausna þar sem markaðurinn notast nú við staðnað kerfi sem ekki er í samræmi við tækninýjungar. Veruleg þróun hefur verið á flestum mörkuðum með tilkomu nýrra tæknilausna á síðustu áratugum og mun tæknin gjörbylta þeim lifnaðarháttum sem við lifum við í dag.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-32.pdf501.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-Orri Freyr.pdf104.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF