Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27428
Á næstu árum mun meðaldur hækka og þá fjölgar í hópi einstaklinga 60 ára og eldri. Stefna stjórnvalda bæði á Íslandi og víða annars staðar er sú, að eldri borgarar hugsi um sig sjálfir og búi heima eins lengi og kostur er. Til þess þurfa þeir að vera við góða heilsu. Gott næringarástand er einn af mikilvægustu þáttum heilbrigðis og því er nauðsynlegt þegar einstaklingar eru að hverfa af vinnumarkaðnum og skipuleggja sitt líf upp á nýtt þá sé þeim gert kleift að taka upp eða viðhalda heilbrigðum lífsstíl svo þeir séu betur undirbúnir fyrir efri árin. Nýlegar rannsóknir á næringarástandi einstaklinga sem orðnir eru 60 ára og búa í heimahúsum sýna að hættan á vannæringu er til staðar. Við gerð þessarar rannsóknar var notast við eigindlega aðferð sem byggist á túlkandi fyrirbærafræði. Úrtakið var þægindavalið en viðtöl voru tekin við átta einstaklinga á aldrinum 62-88 ára. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf eldri borgara til næringar sem áhrifaþáttar heilbrigðis og einnig að kanna upplifun þeirra af aðgengi að upplýsingum um heilbrigða lifnaðarhætti og góða næringu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að þekkingarleysi og skortur á aðgengi að upplýsingum um hvernig þeir fái næringarþörf sinni fullnægt séu helstu ástæður þess að eldri borgarar ástundi ekki æskilegan og heilbrigðan lífsstíl. Einmanaleiki og breytingar á andlegu atgervi eru einnig þættir sem virðast hafa áhrif á lífsstíl og næringarástand eldri borgara. Að mati rannsakanda gefa niðurstöður þessarar rannsóknar um lífsstíl einstaklinga sem náð hafa 60 ára aldri vísbendingar um að nauðsynlegt sé að greina þá áhættuþætti sem geta komið í veg fyrir heilbrigða öldrun. Þá sé mikilvægt að beita réttum forvarnaraðgerðum svo unnt sé að sporna gegn neikvæðum áhrifum þeirra. Leitarorð: Lífsstíll, næring, heilsuefling, forvarnir, heilsulæsi.
Over the next few years, life expectancy will increase and therefore the number of people over 60 years old will rise. The government's policy, both in Iceland and elsewhere, is that individuals should take care of themselves and live at home for as long as possible. For this they need to be in good health. Good nutrition is one of the most important aspects of health and furthermore enabling this group to adopt or maintain a healthy lifestyle is necessary so they are better prepared for the years ahead. Recent research into the nutritional status of older people living at home indicates that the risk of malnutrition is present.
For this study, a qualitative method based on interpretative phenomenology was used. The cohort was a convenience sample, and interviews were taken with eight individuals aged 62-88 years old. The aim of the project was to study the attitudes of older citizens towards nutritional factors and to study their experience of access to information about healthy living and good nutrition.The results of the study suggest that lack of relevant knowledge is the main reason why senior citizens do not pursue a recommended and healthy lifestyle. Furthermore, the findings indicate that individuals over the age of 60 want to exercise the right lifestyle, but they do not find sufficient information to ensure that their nutritional needs are met. Difficulties in obtaining reliable information, loneliness and changes in mental health are also factors that seem to affect the lifestyle and nutritional status of older citizens. The results of this study on the lifestyle of people over 60 years old indicate evidence of the need to identify the risk factors that can prevent healthy aging. It is important to use proper preventive measures to counteract their negative effects. Keywords: Lifestyle, nutrition, health promotion, prevention, health literacy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heilbrigður lífsstíll einstaklinga eldri en 60 ára .pdf | 1,47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing 2.pdf | 156,26 kB | Lokaður | Yfirlýsing |