is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2743

Titill: 
  • Konur í áfengis- og vímuefnaneyslu: Meðferð og bati
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hlutfall kvenna í meðferð hjá SÁÁ hefur aukist gífurlega en árið 1995 var sett á fót sérstök meðferð fyrir konur með áfengis- og vímuefnavanda. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á kvennameðferðinni hérlendis.
    Tilgangur: Að kanna reynslu kvenna sem farið hafa í gegnum kvennameðferð SÁÁ af meðferðinni, þ.e., hvað er jákvætt, hvað virkar og hvað mætti bæta.
    Aðferð: Rannsóknin var fyrirbærafræðileg og voru tekin djúpviðtöl við tíu konur. Notast var við þægindaúrtak. Þátttakendur voru konur sem voru á endaspretti kvennameðferðar SÁÁ eða höfðu lokið meðferð.
    Niðurstöður: Konurnar voru almennt ánægðar með kvennameðferðina þrátt fyrir að þeim fyndist að dýpra mætti fara í ákveðin málefni og auka mætti innleiðingu fjölskyldunnar. Sjö meginþemu voru greind í viðtölunum: ,,Mikil andleg og líkamleg vanlíðan, ,,Fjölskyldan”, ,,Fórnarlamb ofbeldis”, ,,Skömmin og sektarkenndin er bara svo mikil”, ,,Ofboðslega gott að vera í kvennameðferðinni”, ,,Nýtt líf- önnur manneskja” og ,,Viðbót við kvennameðferð”.
    Ályktun: Kvennameðferðin er sérsniðin að þörfum kvenna. Niðurstöður sýndu að allar konurnar höfðu orðið fyrir ofbeldi og hafði það mikil áhrif á neysluna. Mikilvægt er að vinna með slíka þætti strax í upphafi og meðan á meðferð stendur. Einnig fannst þeim að þátttaka fjölskyldunnar hefði mátt vera meiri og því gæti hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar hentað vel í kvennameðferðinni.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
H_fixed[1].pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna