is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27430

Titill: 
  • Dauði dagblaðs: Hnignun DV í breyttu fjölmiðlaumhverfi 1998–2006
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • DV er einn þeirra fjölmiðla sem hafa orðið hvað verst úti í þeim sviptingum sem hafa einkennt íslenska fjölmiðlaútgáfu frá aldamótum. Saga DV hefur á þessum tíma einkennst af áföllum og árangurslausum tilraunum til að snúa við þróun sem hefur breytt blaðinu úr einum stærsta fjölmiðli landsins í einn af mörgum smáum sem berjast fyrir lífi sínu. Í þessari ritgerð verður sjónum beint að hnignun blaðsins frá því skömmu fyrir aldamót fram til ársins 2006 þegar það hafði bæði orðið gjaldþrota og verið breytt í vikublað eftir tilraun til endurreisnar þess. Lögð verður áhersla á að greina hvaða þættir réðu mestu um þessa þróun. Sýnt verður hvernig tilkoma nýrra fjölmiðla sem fluttu almenningi fréttir án þess að greiða þyrfti fyrir fyrir þær veikti stöðu DV og hvernig það missti sérstöðu sína í fréttaflutningi þegar flokksblöðin viku fyrir fjölmiðlum sem reknir voru á markaðslegum forsendum. Einnig verða skoðuð áhrifin af nýjum ljósvakamiðum, fjölmiðlum á netinu og fríblöðum, einkum Fréttablaðinu. Sérstaklega verður litið til þess hvaða áhrif síðastnefnda blaðið hafði á stöðu DV á augýsingamarkaði og smáauglýsingamarkaði. Þá verður lagt mat á hvaða þýðingu ritstjórnarstefna hafði á velgengni DV í upphafi og hnignun þess. Breytingar á íslenskum fjölmiðlamarkaði urðu til þess að ritstjórnarstefnan tryggði DV ekki lengur sömu sérstöðu og á fyrstu árum þess. Þótt örlög DV hafi að verulegu leyti verið í samræmi við almenna þróun sem átti sér stað í Bandaríkjunum og víðar í heiminum verða færð rök fyrir því að versnandi gengi blaðsins megi einnig rekja til íslenskra aðstæðna og veruleika á árunum fyrir og eftir aldamót.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjólfur Þór Guðmundsson Dauði dagblaðs.pdf981.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20170510_143806.jpg2.82 MBLokaðurYfirlýsingJPG