Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27434
Er árið 1987 gekk í garð hafa líklega fáir, ef einhverjir landsmenn búist við jafn sögulegum Alþingiskosningum líkt og raunin varð í apríl og því sem fylgdi í kjölfarið. Sjö framboð fengu kjörna fulltrúa á þing og við tóku flóknar stjórnarmyndunarviðræður og löng stjórnarkreppa. Að lokum tókst að mynda ríkisstjórn þriggja stærstu flokka landsins, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Ritgerðin er þrískipt; fjallað er um Alþingiskosningarnar árið 1987, stjórnarmyndun og stjórnarkreppu sem fylgdi í kjölfar kosninganna og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar.
Til þess að segja sögu þessa tímabils ef ég notast við fjölda ólíkra heimilda. Helstu heimildirnar eru viðtöl og ævisaga lykilmannanna þriggja, Þorsteins Pálssonar, Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Til þess að fá aðra sýn á ríkisstjórn Þorsteins voru auk þess tekin viðtöl við Svavar Gestsson og Guðrúnu Agnarsdóttur, en þau voru í stjórnarandstöðu. Einnig er byggt á skrifum dagblaðanna og yfirlitsrit.
Í stjórnarmyndunarviðræðunum gerðu formennirnir þrír allir tilkall til forsætisráðuneytisins. Steingrímur og Jón Baldvin útilokuðu hvorn annan og varð Þorsteinn því forsætisráðherra. Ríkisstjórnarsamstarfið reyndist vera erfitt, nánast frá fyrsta degi. Ríkisstjórn Þorsteins sprakk með látum í septembermánuði árið 1988 eftir sjónvarpsþáttinn 19:19 sem sýndur var á Stöð 2. Í þættinum mættu þeir Steingrímur og Jón Baldvin og fóru ófögrum orðum um forsætisráðherra sinn og baðst Þorsteinn lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt degi síðar. Því fékk hún viðurnefnið Stjórnin sem sprakk í beinni, þótt í raun hafi stjórnarsamstarfinu ekki verið slitið fyrr en daginn eftir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.jpg | 17.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Stjórnin sem sprakk í beinni.pdf | 515.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |