is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27436

Titill: 
  • Frá Guði til goða. Viðbrögð íslensks samfélags og stjórnvalda við stofnun Ásatrúarfélagsins 1972-1973
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig samfélagið og stjórnvöld á Íslandi brugðust við stofnun Ásatrúarfélagsins á árunum 1972-1973. Þá er fyrst og fremst skoðað hvort ákveðin viðhorf í garð hins nýja trúfélags hafi verið áberandi í þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar stofnunar þess. Viðfangsefni ritgerðarinnar er tvískipt þar sem annars vegar eru tekin fyrir viðbrögð samfélagsins og almennings og hins vegar viðbrögð stjórnvalda í garð félagsins.
    Til þess að varpa sem skýrustu ljósi á viðbrögð almennings er notast við samtímaheimildir þessa tímabils í dagblöðum og tímaritum þar sem ýmsir aðilar opinberuðu viðhorf sitt gagnvart þessum trúarlegu breytingum í samfélaginu. Eins er notast við heimildir á borð við ævisögur og viðtöl við stofnendur félagsins.
    Viðbrögð stjórnvalda komu fyrst og fremst fram í bréfaskrifum, milli forstöðumanna Ásatrúarfélagsins og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins annars vegar og hins vegar þáverandi biskups Íslands, á meðan á lagalegu umsóknarferli félagsins stóð. Greint verður frá þeim þáttum sem stóðu í vegi fyrir því að félagið fengist lagalega samþykkt sem trúfélag, umsóknarferli Ásatrúarfélagsins og afskiptum biskups.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing skila á BA-ritgerð.jpg82.37 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Frá Guði til goða_Baldur Þór Finnsson.pdf456.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna