is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27438

Titill: 
  • "Við erum með heilsustefnu, bara svona statement á blaði": Heilsuefling Fyrirmyndarfyrirtækja VR 2016
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á hverju ári gerir VR könnun sem ber heitið Fyrirtæki ársins þar sem viðhorf starfsmanna til níu lykilþátta í starfsumhverfi þeirra eru skoðuð. Í heildina fá 30 fyrirtæki titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR en hafa þau staðið sig sérstaklega vel að mati VR.
    Markmiðið með rannsókn minni var að skoða hvaða heilsuefling væri í fyrirtækjum á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin hálfopin viðtöl við átta viðmælendur sem unnu hjá Fyrirmyndarfyrirtæki.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að flestir viðmælendur voru sammála því að heilsuefling á vinnustöðum væri mikilvæg og að þeir væru tilbúnir til að styðja starfsmenn sína í átt að betri heilsu. Aðeins tvö fyrirtækjanna höfðu formlega og skriflega heilsustefnu en þó var ekki unnið markvisst eftir þeim. Hin sex fyrirtækin voru þó með óformlegar heilsustefnur þar sem ýmis heilsuefling var í boði fyrir starfsmenn. Það var mismunandi hvar áherslur fyrirtækjanna voru en þrír þættir voru mest áberandi þegar það kom að heilsueflingu en þeir voru næring, hreyfing og vinnuumhverfi. Áhersla var sett á að bjóða starfsmönnum upp á hollan mat á vinnutíma, hvetja starfsmenn til hreyfingar með ýmsum leiðum og að hafa vinnuumhverfið gott og þá sérstaklega vinnuaðstöðuna. Í könnuninni 2016 kom fram að starfsmenn Fyrirmyndarfyrirtækja séu almennt ánægðir með þau vinnuskilyrði sem eru í boði í sínu fyrirtæki. Niðurstöður rannsóknarinnar er ekki hægt að alhæfa en þær gefa okkur þó innsýn inn í þá heilsueflingu sem er í boði í fyrirtækjum sem eru á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Kristín Jónsdóttir Lokaskil.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman1.jpg896.17 kBLokaðurYfirlýsingPNG