is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27442

Titill: 
  • Greining á skemmtiferðaskipamarkaði á Íslandi: Markaðsumhverfi og þjónustuaðilar skemmtiferðaskipa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur skemmtiferðaskipum sem hafa viðkomu á Íslandi og farþegum þeirra fjölgað stöðugt. Staðsetning Íslands hefur bæði kosti og galla sem viðkomustaður skemmtiferðaskipa en landið hefur upp á margt að bjóða og ferðamenn sækjast eftir að fá að upplifa náttúrufegurð landsins. Nokkuð mörg fyrirtæki á Íslandi koma að þjónustu við skipin og farþega þeirra og því eru töluvert margir hagsmunaðilar sem hagnast af komum skipanna. Höfundur vildi leitast við að fá innsýn í umfang skemmtiferðaskipagreinarinnar á Íslandi; hverjir séu þar helstu rekstraraðilar, hugsanlegir erfiðleikar sem að greininni snúa, hvar tækifæri megi finna og hvaða ógnanir gætu að henni steðjað. Notast var bæði við fyrirliggjandi gögn og frumgögn. Við greiningu á markaðsumhverfinu var notað PESTEL og TASK greiningartólin og helstu niðurstöður voru þær að allt bendi til að þessi markaður muni halda áfram að vaxa, að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Einnig að þó nokkur ónýtt tækifæri eru til staðar á markaðnum sem hægt væri að nýta. Augum er þar sérstaklega beint að sveitarfélögum og heimamönnum víða um land. Þjónusta við skemmtiferðaskip er mikilvæg tekjulind margra hafna, sem sveitarfélögin reka, en með komu skipanna skapast einnig mörg atvinnutækifæri fyrir íbúa sveitarfélaganna. Möguleikar á tekjuöflun með komu skemmtiferðaskipa eykur samkeppni innan þessa markaðar, bæði milli hafna og ferðaþjónustufyrirtækja. Með aukinni og bættri skemmtiferðaskipaþjónustu er möguleiki á að laða að enn fleiri og stærri skipafélög til landsins, sem myndi færa samfélaginu enn frekari atvinnutækifæri og tekjur. Á sama tíma verður að hafa í huga þau áhrif sem mikill fjöldi ferðamanna hefur á náttúru landsins og landsmenn og gæta þarf þess að áhrifin verði ekki neikvæð.

Samþykkt: 
  • 10.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-yfirlýsing AKV.pdf263.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS.10.5. AKV-skemman.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna