is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27444

Titill: 
 • Kvenfélögin og samfélagið
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um fjárhagslegan stuðning kvenfélaga á árunum 2006 til 2016 til menningar- og líknarmála. Kvenfélög tilheyra hópi frjálsra félagasamtaka en þau vinna að ófjárhagslegum tilgangi og starfa innan félagshagkerfisins, þeim parti hagkerfisins sem er tileinkaður því að auka félagslega aðlögun og minnka ójöfnuð.
  Fyrsta kvenfélagið var stofnað árið 1869 í Rípuhreppi. Síðan þá hafa kvenfélög byggt fjölmörg sjúkrahús, leik- og grunnskóla, stofnað fyrstu mæðrastyrksnefndina og ótalmargt fleira. Í dag eru 148 kvenfélög starfandi innan Kvenfélagasambands Íslands, KÍ.
  Stuðst var við skrifborðsrannsókn við öflun gagna úr skýrslum héraðs- og svæðasambanda innan Kvenfélagasambands Íslands en einungis voru 57% allra skýrslna nothæfar. Þar sem ekki liggja fyrir leiðbeinandi reglur um hvernig skal flokka gjafir hefur hvert kvenfélag stuðst við eigin forsendur fyrir flokkun. Þessu ber að breyta til að fjárhæðirnar séu samanburðarhæfar og KÍ fái góða yfirsýn yfir þá mikilvægu starfsemi sem kvenfélögin inna af hendi. Einnig þyrfti að gera öll kvenfélög skyldug til að gefa upp fjárhæðir í hverjum flokki fyrir sig til að hafa tiltækar fjárhæðir frá öllum kvenfélögum sem Kvenfélagasamband Íslands gæti birt opinberlega.
  Árið 2005 var gerð samantekt varðandi fjárhæðir gjafa frá kvenfélögum á öllu landinu síðastliðin 13 ár. Sú fjárhæð var 428 milljónir króna, uppreiknuð til verðlags ársins 2016. Á árunum 2006 til 2016 gáfu kvenfélög 89 milljónir króna til mennta- og menningarmála, 449 milljónir til líknarmála og aðrar gjafir frá þeim voru rúmlega 29 milljónir króna. Alls gera þetta um 567 milljónir króna uppreiknaðar til verðlags árs 2016. Þar sem ekki öll héraðssambönd hafa skilað skýrslum þá er fjárhagslegur stuðningur kvenfélaga til samfélagsins í raun hærri en þessar fjárhæðir benda til.
  Stjórnvöld ættu að vinna meira með frjálsum félagasamtökum á borð við Kvenfélagasamband Íslands til að byggja upp okkar samfélag til hins betra. KÍ hefur verið umsagnaraðili að lagafrumvörpum og margar góðar tillögur hafa borist stjórnvöldum sem komu upp á landsþingum KÍ.

Samþykkt: 
 • 10.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rebekka Yfirlýsing Skemman.pdf993.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kvenfélögin_og_samfélagið.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna