Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27445
Efni lokaverkefnisins er að skoða hlutverk endurskoðanda í virðiskeðju fjárhagslegra upplýsinga út frá þeim breytingum sem eru að verða á framsetningu áritana þeirra. Breytingarnar koma fram í nýjum og uppfærðum alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (e. International standards on Auditing, ISA ) og breytingum á 8. endurskoðunartilskipun Evrópusambandsins (ESB). Sérstaklega verður horft til nýrra viðmiða um endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum (ETA) og nýrra ákvæða um svokölluð lykilendurskoðunaratriði (KAM). Áhrif þessara breytinga á umhverfi endurskoðunar eru skoðuð út frá hlutverki endurskoðenda og ábyrgðaraðila stjórnarhátta (ÁS) og lagt verður mat á það hvort þessar umbætur geta haft jákvæð áhrif á gæði endurskoðunar þessara félaga. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að þessar breytingar munu auka virði árituninnar með meira gagnsæi á framkvæmd endurskoðunarinnar. Notendur munu fá meiri innsýn í vinnu endurskoðenda og hagsmunaaðilar fá fleiri og betri upplýsingar. Það er verið að taka mikilvægt skref til að auka formfestu í samskiptum aðila í keðju fjárhagslegra upplýsinga og gera þau skilvirkari með tilkomu lykilendurskoðunaratriða í áritun, bæði gagnvart endurskoðunarnefnd og notendum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Breytingar í umhverfi endurskoðunar.pdf | 910.78 kB | Lokaður til...10.05.2027 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Hanna Soffía.pdf | 70.84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |