is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27450

Titill: 
  • Birtingarmyndir kvíða og félagsfælni: Mismunandi áhrif sjúkdómsins á kynin
  • Titill er á ensku Manifestation of anxiety and social anxiety: Different effects of the disease between the genders
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru birtingarmyndir kvíða og félagsfælni með undirtitlinum mismunandi áhrif sjúkdómsins á kynin. Í upphafi er fjallað almennt um kvíða, því næst kenningar og orsakir kvíðaraskana, síðan kemur fræðileg umfjöllun um félagsfælni, um félagsfælna einstaklinga í daglegu lífi og í lokin verða helstu rannsóknir félagsfælni um hlutfall kvenna og karla skoðaðar. Markmiðið með ritgerðinni er að afla upplýsinga um kvíða og félagsfælni út frá kenningum og rannsóknum um birtingarmyndir kvíða og félagsfælni og einnig að svara rannsóknarspurningunni hvort félagsfælni sé algengari meðal kvenna eða karla, með því að skoða muninn á milli félagsfælni hjá konum og körlum. Til þess að svara rannsóknarspurningunni var notast við útgefið efni, bækur, tímarit, fræðigreinar og skýrslur sem bæði innihalda íslenskar og erlendar heimildir.
    Í því samfélagi sem við lifum í nú til dags glíma margir við félagsfælni, þar sem rannsóknir sýna að félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin í heiminum í dag. Mikilvægt er því að vera vakandi yfir einstaklingum sem glíma við félagsfælni, þar sem þeir eiga oft til með að fela sig, vandamálin sín og loka sig af frá samfélaginu. Ýmsar leiðir eru til þess að hjálpa þeim einstaklingum sem glíma við félagsfælni en margar rannsóknir sýna að meðferð sé besta lausnin til þess að sigrast á fælninni. Nokkur meðferðarform eru í boði en hugræn atferlismeðferð (HAM), samtalsmeðferð og lyfjameðferð eru þær algengustu. Félagsfælni fellur undir kvíða en ekki er ein ákveðin orsök hvers vegna félagsfælni sprettur upp og oft á fólk til með að þróa með sér fælni frá æskuárum eða hægt og rólega á fullorðinsárum. Oftast skila meðferðirnar árangri um betra líf og bata ef einstaklingur hefur glímt við kvíða eða félagsfælni lengi en hins vegar eru margir sem ekki vilja viðurkenna vandann og leita sér aldrei hjálpar og þjást því af sjúkdómnum meira og minna alla ævi.
    Lykilorð: Kvíði, félagsfælni, kenningar, kvíðaraskanir, samfélagið, samskipti, rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L - BA ritgerd i felagsradgjof - Gudrun Gonnigan.pdf831.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_7464.JPG1.49 MBLokaðurYfirlýsingJPG