is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27454

Titill: 
  • Fasteignafélög á íslenskum hlutabréfamarkaði. Hvernig er hægt að skýra mun á markaðsvirði og bókfærðu virði íslenskra fasteignafélaga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis er að skýra þann mun sem er á markaðsvirði íslenskra fasteignafélaga og bókfærðu virði þeirra. Kannað var V/I hlutfall þriggja fasteignafélaga sem voru skráð á íslenskum hlutabréfamarkaði í byrjun árs 2017 og fjallað um þætti sem hugsanlega valda því að markaðsvirði er hærra en bókfært virði þeirra. Félögin sem voru skoðuð eru Eik fasteignafélag, Reginn fasteignafélag og Reitir fasteignafélag.
    Notast var við gögn úr ársreikningum og ársskýrslum félaganna frá árunum 2012-2016 við útreikning á öllum kennitölum sem koma fyrir í verkefninu. Fjallað var um kennitölur og aðrar fjárhagsstærðir félaganna á tímabilinu 2012-2016 og þær bornar saman.
    Niðurstöður leiddu í ljós að munur á milli markaðsverðs og innra virðis félaganna hefur aukist nokkuð síðustu ár. Það virðist vera að meðferð tekjuskattskuldbindingar geti að einhverjum hluta skýrt þann mun sem er á markaðsvirði og bókfærðu virði hlutafjár félaganna. Eftir að tekið hafði verið tillit til tekjuskattsskuldbindingar við útreikning á V/I hlutfalli félaganna stóð enn þá eftir munur á milli markaðsvirðis og bókfærðs virðis. Sá munur gæti skýrst af ófærðri viðskiptavild eða vegna væntinga fjárfesta til aukinnar arðsemi.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fasteignafélög á íslenskum hlutabréfamarkaði - Lokaskil.pdf699,04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf519,07 kBLokaðurYfirlýsingPDF