is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27455

Titill: 
  • Eru konur ólíklegri en karlar til þess að sækjast eftir stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi? Viðhorf stjórnenda hjá ráðningafyrirtækjum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar er að kanna hvort konur séu almennt ólíklegri til að sækjast eftir stjórnunarstöðum en karlar í íslensku atvinnulífi og hvert viðhorf starfsmanna á ráðningaskrifstofum sé til málefnisins. Er samfélagið ástæðan fyrir miklum minnihluta kvenna í stjórnunarstöðum eða eru konur einfaldlega ekki að sækja um?
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við öflun gagna, tekin voru tvö djúpviðtöl við starfsfólk á tveimur ráðningaskrifstofum. Í fyrra viðtalinu var einn viðmælandi en í því seinna voru viðmælendur tveir. Viðtölin voru tekin upp og afrituð orðrétt. Ákveðin voru sjö megin þemu og niðurstöður greindar út frá þeim.
    Þar sem einungis voru tekin tvö viðtöl fyrir rannsóknina er erfitt að alhæfa út frá niðurstöðum, en þær þeirra benda til þess að umhverfi kvenna á vinnumarkaði hafi bæst til muna frá því sem þekktist hér á landi áður fyrr. Þrátt fyrir það séu konur ólíklegri til þess að sækja um stjórnunarstöður stjórnunarstöður en karlar. Einnig gefa niðurstöður til kynna að ástæður þess að konur sæki ekki um séu margþættar, en þar spilar inn í barneignir, fjölskyldulíf, fullkomnunarárátta og fleira. Viðmælendur voru þó allir sammála að aukið jafnvægi milli kynja í stjórnunarstöðum væri eftirsóknarvert en tæki líklega töluverðan tíma að ná fram.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RITGERÐ-PDF.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma.pdf566.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF