is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27456

Titill: 
  • Íslenskar sjókonur í sögu og bókmenntum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um íslenskar sjókonur í sögu og skáldskap frá fyrri öldum fram á okkar daga. Saga sjókvenna fer ekki hátt en samt hafa þær stundað sjóinn við hlið karlmanna alla tíð eins og nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á. Konur hafa ort talsvert um hafið og sjómennsku, sumar þeirra hafa reynslu af sjómennsku en aðrar ekki. Þá hafa verið samdar vísur og svokallaðar formannavísur um sjókonur. Í íslenskum skáldsögum hefur hinsvegar lítið farið fyrir sjókonum en þegar leitað var að slíkri skáldsögu fannst aðeins ein skáldsaga þar sem aðalpersóna sögunnar var sjókona. Í ritgerðinni fjalla ég um íslenskar sjókonur í sögulegu ljósi, fjalla um rannsóknir sem hafa verið gerðar á sögu þeirra, segi frá þremur konum sem gegndu starfi formanna á fiskibátum fyrr á öldum og fjalla síðan um kveðskap þriggja íslenskra skáldkvenna og skáldsöguna Skipstjórinn okkar er kona.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Halldóra Jónsdóttir.pdf288.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Titilsida Halldóra Jónsdóttir.pdf5.99 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Halldóra Jónsdóttir.pdf266.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF