is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27462

Titill: 
  • Umhverfisvænar matvælaumbúðir og neytendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umhverfisvæn stefna er hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og gegna umhverfisvænar umbúðir þar veigamiklu hlutverki. Hjá fyrirtækjum sem framleiða matvæli eru umhverfisvænar umbúðir oft hafðar að leiðarljósi í stefnumörkun. Umhverfisvænar umbúðir eru jafnframt mikilvægur þáttur í því að hrífa neytendur og ekki síst sem tjáskiptamáti fyrirtækis. Fyrirtæki geta komið á framfæri þeirri stefnu sem þau hafa gagnvart umhverfinu og þannig haft möguleg áhrif á ákvarðanatöku neytandans.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hegðunarlegan ásetning og skýringarmátt hans við hegðun neytenda gagnvart umhverfisvænum matvælaumbúðum. Til þess að ná þeim markmiðum setti rannsakandi fram módel sem byggði á tveimur rannsóknum. Því var hluti markmiðsins einnig að leiða í ljós hvort að það módel nýtist á Íslandi og virki til þess að ná fyrirframgreindum markmiðum. Einnig er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort merkingar umhverfisvænna matvælaumbúða séu nægilega skýrar og hvort neytendur þekki umhverfisvænar umbúðir frá þeim hefðbundnu.
    Gerð var megindleg rannsókn þar sem settur var fram rafrænn spurningalisti. Kom í ljós í niðurstöðum að ekki hlóðst á þær víddir sem vonast var eftir í þáttagreiningu. Því varð til nýtt módel með þremur víddum í stað fjögurra sem útskýra áttu hegðunarlegan ásetning. Upphaflega módelið innihélt persónulegar venjur sem eina vídd, sú vídd datt út og sameinaðist öðrum víddum. Nýja og uppfærða módelið innihélt þrjár víddir (viðhorf, umhverfishyggju og vilja til að borga aukagjald) sem útskýra áttu hegðunarlegan ásetning. Kom í ljós að það módel hentar vel til þess að kanna hegðunarlegan ásetning og hegðun neytenda gagnvart umhverfisvænum matvælaumbúðum. Skýringarmáttur vídda við hegðunarlegan ásetning reyndist góður og sama er að segja um skýringarmátt hegðunarlegs ásetnings á hegðun. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að umbúðamerkingum væri ábótavant þar sem neytendum fannst merkingar umhverfisvænna umbúða almennt ekki vera góðar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umhverfisvænar-matvælaumbúðir-og-neytendur.pdf2.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf215.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF