is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27463

Titill: 
 • Arðgreiðslur fyrirtækja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar var að sjá hvort hægt væri að greina mynstur í því hvernig stærstu fyrirtækin í helstu atvinnugeirum landsins taka ákvarðanir um arðgreiðslur. Fyrirtækin voru valin vegna stærðar sinnar, þess starfssviðs sem þau eru í og vegna góðs aðgengis að ársreikningum þeirra. Fyrirtæki þessi eru bankarnir, Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki. Tryggingafélögin sem eru á markaði í kauphöll, TM, VÍS og Sjóvá. Að lokum voru tekin fyrir þrjú stærstu fasteignafélög landsins, Eik, Reginn og Reitir.
  Ritgerðin skiptist í kafla þar sem farið er yfir helstu lög sem snerta arðgreiðslur, greiningu á ársreikningum fyrirtækjanna og að lokum umræðukafla.
  Til þess að sjá hvort að fyrirtækin fylgja ákveðnu mynstri í arðgreiðslum sínum voru teknar tvær stærðir og bornar saman á milli ára, en það voru arður sem hlutfall af hagnaði fyrra árs og arður sem hlutfall af óráðstöfuðu eigin fé í lok fyrra árs.
  Helstu niðurstöður eru þær að ekki var út frá þessum tölum var ekki hægt að greina neitt mynstur í arðgreiðslum fyrirtækjanna sem tekin voru fyrir. Í flestum tilfellum hefur verið farið eftir tillögu stjórnar sem virðist vera ákveðin út frá öðrum viðmiðum en þeim sem var farið yfir í þessari ritgerð. Þó virðast bankarnir allir fylgja einni reglu þegar kemur að arðgreiðslum þeirra, hún er sú, að arðgreiðslur eru alltaf ákveðnar sem hlutfall af hagnaði fyrra árs. Hlutfallið breytist á milli ára en þessi aðferð hefur hjálpað bönkunum að byggja upp sterkan eigin fjár reikning. Eina undantekningin frá þessari reglu var hjá Íslandsbanka árið 2016 þegar haldinn var sérstakur hluthafafundur þar sem ákveðið var að greiða út auka arð það árið.

Samþykkt: 
 • 11.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Arðgreiðslur fyrirtækja höf-Gísli Steinn.pdf638.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsingin.pdf117.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF