is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27467

Titill: 
 • Fasteignir ríkisjóðs: Rekstur og umfang eignasafns í umsjá Ríkiseigna ásamt yfirliti yfir fyrirkomulag fasteigna norska ríkisins
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um umsjón fasteigna ríkisins. Ríkiseignir eru stærsti umsjónaraðilinn og ber stofnunin ábyrgð á 50% allra fasteigna ríkisins. Til að fá heildaryfirsýn yfir rekstur og umfang Ríkiseigna var rannsökuð þróun helstu rekstrartalna frá árinu 1998 til 2016. Rekstrarreikningur ársins 2016 var skoðaður til að varpa ljósi á reksturinn og farið var yfir rekstraráætlun fyrir árið 2017.
  Umsjónin hefur fimmfaldast frá árinu 1998 ef tekið er mið af fermetrafjölda og hefur stærðarhagkvæmni skilað sér í rekstri síðustu árin.
  Þættir er varða stjórnsýsluna voru athugaðir svo sem áherslur, fjármálastefna, ný lög um opinber fjármál og ýmis atriði er tengjast verðmyndun fasteignaverðs. Með nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2016 var gerð krafa um breyttar áherslur í opinberum rekstri, m.a. eignfærslu fasteigna og forsendubreytingar gerðar á húsaleigu.
  Til samanburðar var fyrirkomulag umsjónar fasteigna hjá norska ríkinu kannað en þar skiptist verkefnið milli þriggja stofnana. Einnig var skýrsla um innviði norska ríkisins, State of the Nation 2015, skoðuð með áherslu á fasteignaumsjón.
  Niðurstaðan er sú að eignaumsjón er mjög misjöfn milli þessara tveggja landa. Mikill stærðarmunur er á milli eignasafna ríkjanna og gerir það samanburðinn flóknari. Í Noregi er búið að skipta fasteignum niður eftir starfaflokkum þ.e.a.s. fasteignir hersins eru í einum flokki, sjúkrahús í öðrum og aðrar opinberar byggingar, sendiráð, konungseignir og fleiri í þeim þriðja. Vísir að slíkri flokkun er kominn hér á Íslandi en þó er mjög misjafnt hvar fasteignir eru í umsjá og ekki nein opinber regla þar á. Í Noregi er búið að koma skrifstofuhúsnæði sem er á samkeppnismarkaði inn í fasteignafélag á opnum markaði. Á Íslandi er verið að útfæra markaðsleigumódel fyrir opinbera markaðinn.
  Af þessu má læra að við gætum horft til norska ríkisins og fækkað umsjónaraðilum fasteigna ríkissjóðs og nýtt þannig betur sérþekkinguna sem er til staðar.

Samþykkt: 
 • 11.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Sólrún Jóna Böðvarsdóttir.pdf222.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF