is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2747

Titill: 
  • Erfiðleikar við brjóstagjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margs konar vandamál koma upp við brjóstagjöf og má m.a. nefna verki, sýkingu, stálma og þá upplifun kvenna að framleiða ekki næga mjólk til að fæða börn sín. Stuðningur við konur er misjafn milli fagaðila og mikilvægt er að samhæfa þjónustu sem í boði er fyrir mæður. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hver væri tíðni vandamála og hver algengustu vandamálin væru við brjóstagjöf. Hvar konur leita aðstoðar, hvern þær telja hjálplegastan og hvort samband er milli vandamála og lengd brjóstagjafar. Notað var megindlegt rannsóknarsnið þar sem spurningalisti var sendur 200 konum. Svarhlutfallið var 59% (n=118). Niðurstöður sýndu að fjöldi kvenna sem hóf brjóstagjöf var 90,4%, meðalaldur barns við lok brjóstagjafar voru 8 vikur, 17,9% voru hættar brjóstagjöf að 6 mánuðum liðnum, 72,9% upplifði einhvers konar vandamál og var algengasta vandamálið verkir í geirvörtum með sárum, 46,9%. Konur sem upplifðu erfiðleika og leituðu sér aðstoðar voru 90,9% þar af voru 59,6% sem töldu ljósmóður í heimaþjónustu hjálplegasta. Mjög misjafnt er hvernig konur upplifa brjóstagjöf og hvort þær halda henni áfram þrátt fyrir erfiðleika sem upp kunna að koma og svo hvert þær leita sér aðstoðar. Rannsóknir sýna að vandamálin tengjast oft því að mæðrum er ekki kennd rétt tækni við brjóstagjöf strax í byrjun og þurfa því fagaðilar að hafa markvissa kennslu og eftirfylgd með framgangi.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erfidleikar_vid_brjostagjof_fixed.pdf448.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna