Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27471
Mikil aukning hefur orðið á flóttamönnum hér á landi á síðustu árum. Stuðningur við flóttamenn og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi hefur lítið verið rannsakaður. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig hælisleitendur aðlagast að íslensku samfélagi. Jafnframt var skoðað hvernig stuðning þeir fá og hvaða áhrif það hefur á aðlögunarferlið. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjá flóttamenn sem höfðu fengið hæli á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að aðlögunarferli flóttamanna byggist á samspili margra þátta og þurfa sumir á meiri hjálp og stuðning að halda en aðrir. Þemagreining leiddi í ljós að fjórir þættir virtust hafa mest áhrif á aðlögun flóttamanna en það eru menning, tungumál, stuðningur og atvinna. Þessir þættir virtust vinna saman í aðlögunarferlinu og mikilvægi þess að aðlagast á öllum sviðum kom í ljós.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Það er ís á milli Íslendinga og útlendinga - Lokaskjal1.pdf | 321,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman.pdf | 403,17 kB | Lokaður | Yfirlýsing |