is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27472

Titill: 
  • Er eitthvað varið í Sjónvarpið? Áhorf hópa á menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjónvarpið er rótgróin stofnun sem er í opinberu hlutafélagi, í eigu allra landsmanna og hefur verið starfrækt í 50 ár. Frá stofnun Sjónvarpsins á árinu 1966 hefur hlutverk þess verið að upplýsa, fræða og skemmta landsmönnum. Það hefur þó orðið fyrir gagnrýni í gegnum tíðina, fyrir ósanngjarna stöðu á auglýsingamarkaði eða dagskrárefni sem neytendum hefur ekki alltaf þótt mikið varið í. Nú eru nýir tímar í afþreyingu með stafrænar efnisveitur eins og Netflix, þar sem áhorfendur hafa aðgang að kvikmyndum og þáttum heima í stofu. Með komu efnisveitanna eru margir farnir að efast um líftíma sjónvarpsstöðva með línulega dagskrá eins og Sjónvarpið. Á þessum tímum er mikilvægt fyrir stofnun eins og Sjónvarpið að skoða hverjir séu að horfa á menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins og hvernig það er að reynast áhorfendum.
    Markmið rannsóknarinnar var því að kanna hvaða hópar horfa á menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins. Jafnframt var kannað hvernig skynjuð gæði á efni Sjónvarpsins væri á meðal hópanna og í gegnum hvaða tækni hóparnir horfðu á efni Sjónvarpsins.
    Alls tóku 184 manns þátt í netkönnun sem kannaði áhorf á efni Sjónvarpsins, lífstílsspurningar voru settar fram, skynjuð gæði voru einnig athuguð á efninu og skoðað hvernig áhorfendur nálguðust efnið. Niðurstöður sýndu að fjórir hópar sem komu úr klasagreiningu, horfa mismunandi á menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins, en áhorf hjá þremur hópum var yfir 60%. Þegar það kom að skynjuðum gæðum á menningarlegu og íslensku efni Sjónvarpsins, þótti tveimur hópum að fjárframlagið sitt til efnisins ekki skila sér eins og þeir vildu. Tveir af fjórum hópum fannst hins vegar menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins vera virði frítíma síns og fjárframlags. Einungis einum hópi af fjórum fannst menningarlegt og íslenskt efni sjónvarpsins hvorki virði frítíma síns né fjárframlags. Þegar lýsandi tölfræði var skoðuð þá kom í ljós að 37% þátttakenda horfðu á menningarlegt og íslenskt efni Sjónvarpsins í gegnum línulega dagskrá. Áhorf á menningarlegt og íslenskt efni í gegnum sarpinn mældist næst línulegri dagskrá, sem gefur til kynna að stafræn tækni hjálpar Sjónvarpinu að laða nýja áhorfendur að sem horfa ekki á hefðbundna dagskrá.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er eitthvað varið í Sjónvarpið.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Gisli.pdf49.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF