Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27473
Í þessari ritgerð er fjallað um samspil reikningskilaaðferða og heimildar til að greiða út arð. Í þessu sambandi er velt meðal annars upp þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að fyrirtæki greiði út arð vegna hagnaðar sem ekki er búið að hlutgera og innleysa með sölu viðkomandi eignar. Í þessu sambandi er fjallað um innleiðingu og áhrif alþjóðlega reikningsskilastaðla sem byggja á meginreglunálgun (e. principle based) þar sem við túlkun er lögð áhersla á að ná fram megininntaki fremur en fylgja stífum bókstaf viðkomandi staðals. Fjallað er um mat eigna á gangvirði og í því sambandi verður skoðað hvort sú reikningsskilaaðferð geti aukið möguleika til útgreiðslu arðs umfram það ef byggt er á kostnaðarverðsreikningsskilum. Þá verða lagaákvæði hér á landi skoðuð varðandi heimild til að greiða út arð. Einnig verður skoðaðar hvernig ábyrgða á arðgreiðslum er háttað hjá fyrirtækjum varðandi ákvarðanir um arð. Við vinnu þessarar ritgerðar hefur verið notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem áhersla er lögð á að byggja á heimildum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 292.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaritgerð.pdf | 602.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |