is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27474

Titill: 
  • Fjölskyldufyrirtæki á Íslandi. Stjórnunaraðferðir í íslenskum fjölskyldufyrirtækjum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölskyldufyrirtækjum hefur vegnað vel í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir það hafa eiginleikar þeirra og þær stjórnunaraðferðir sem þar fyrirfinnast fengið litla athygli og lítið er um rannsóknir á þeim vettvangi. Þessi rannsókn var því gerð með það að markmiði að auka skilning og áhuga á íslenskum fjölskyldufyrirtækjum og stjórnunaraðferðum þeirra.
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl við þrjá forstjóra þriggja fjölskyldufyrirtækja á Íslandi. Rannsóknin var gerð með það í huga að fá sem skýrasta mynd af upplifun viðmælenda á viðfangsefninu, ásamt því að rannsaka hvort eitthvað væri sameiginlegt með stjórnunaraðferðum þeirra.
    Niðurstöður benda til þess að ákveðnir eiginleikar einkenni fjölskyldufyrirtæki og stjórnunaraðferðir þeirra. Óformleg og opin samskipti, ásamt mikilli nánd, einkenna samskipti innan fyrirtækjanna. Starfsandi skiptir þar miklu máli og beitt er mismunandi aðferðum í stjórnun eftir tilfinningum og aðstæðum. Þá má nefna að stjórnunarákvarðanir eru mildar, svokallaðar kvenlægar stjórnunaraðferðir. Þar er ákvarðanatöku og ábyrgð dreift og mikil áhersla lögð á góð samskipti við starfsmenn. Fjölskyldurekstrarformið er áhugavert og á skilið meiri athygli og viðurkenning að mati rannsakanda.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - Yfirlýsing.pdf665.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fjölskyldufyrirtæki .pdf460.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna